Iðnaðarráðuneyti

505/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 673/1996, sbr. reglugerð nr. 603/1997, um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 673/1996, sbr. reglugerð nr. 603/1997,

um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl.

1. gr.

14. gr. orðist svo:

 

Kr.

Gjald vegna áfrýjunar, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 17/1991, 63. og 65. gr.laga nr. 45/1997 og 30. gr. laga nr. 48/1993

80.000

Áfrýjunargjald greiðist iðnaðarráðuneyti við afhendingu bréfs um áfrýjun.

Sé máli vísað frá áfrýjunarnefnd eða það vinnst þar skal endurgreiða 60.000 kr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki og 40. gr. laga nr. 48/1993 um hönnunarvernd og öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 19. júlí 1999.

Finnur Ingólfsson.

Jón Ögmundur Þormóðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica