Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Breytingareglugerð

277/2022

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 188/2020, um veiðar á humri.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða við reglugerðina orðist svo:

Allar veiðar á humri í fiskveiðilandhelgi Íslands eru bannaðar frá og með 16. mars 2022 til og með 15. mars 2024.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 8. og 9. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast gildi 15. mars 2022. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 174/2021 um (1.) breytingu á reglugerð um veiðar á humri.

Matvælaráðuneytinu, 4. mars 2022.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.