Iðnaðarráðuneyti

112/1969

Reglugerð um hitaveitu Flúða og nágrennis, Hrunamannahreppi. - Brottfallin

Felld brott með:

REGLUGERÐ

fyrir Hitaveitu Flúða og nágrennis, Hrunamannahreppi.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um byggðasvæði Flúða, Hellisholts, Grafar, Laxár-hlíðar og Sunnuhlíðar.

2. gr.

Stjórn hitaveitu.

Aðalfund skal halda ár hvert, eigi síðar en í marzmánuði. Stjórn sé skipuð þremur mönnum, tveir kosnir á aðalfundi árlega, en sá þriðji af hreppsnefnd Hrunamannahrepps.

Sami háttur skal á hafður um kosningu varamanna. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Endurskoðendur skulu vera tveir, annar skal vera endurskoðandi reikninga Hrunamannahreppps, en hinn kosinn á aðalfundi ár hvert. Sami háttur skal á hafður um varamenn.

Reikningsár félagsins sé almanaksárið.

Aðalfund skal boða með viku fyrirvara og er hann lögmætur ef helmingur félaganna er mættur. Verði aðalfundur ekki löglegur skal boða aftur til fundar innan mánaðar og er hann lögmætur án tillits til fundarsóknar.

3. gr.

Einkaleyfi hitaveitu.

Hitaveita Flúða og nágrennis hefur einkaleyfi á dreifingu og sölu á heitu vatni á byggðasvæði Flúða, svo og eftir sérsamningum hverju sinni utan byggðasvæðisins.

4. gr.

Dreifikerfi og dælustöð.

Hitaveitan lætur byggja stofn og dreifiæðar inn fyrir húsvegg.

5. gr.

Viðhaldsskylda.

Hitaveitan hefur viðhaldsskyldu á dreifikerfi sínu. Notanda er óheimilt að gera lagnir óaðgengilegar til eftirlits eða viðgerða.

6. gr.

Ábyrgð hitaveitu.

Hitaveitan er ekki bótaskyld, þótt notendur verði fyrir tjóni vegna frosta, ófullnægjandi hita eða vegna rafmagstruflana, breytinga á hverum eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum. Þá er hitaveitan ekki bótaskyld, þótt tjón verði á mönnum, munum, eða eignum frá hitalögnum, innanhúss.

7. gr.

Umsóknir.

Húseigendur og aðrir, sem óska að gerast notendur hitaveitunnar, skulu áður en framkvæmdir hefjast við að leggja dreifikerfi veitunnar, senda stjórn hennar skriflegar umsóknir um aðild að veitunni ásamt upplýsingum um vatnsmagn það, sem þeir óska að fá, svo og um stærð húsa.

Nýir notendur og þeir, sem óska eftir að fá fram breytingu á vatnsmagni sínu, eftir að lagningu upphafslegs dreifikerfis er lokið, skulu og senda umsóknir þar um, til stjórnar hitaveitunnar. Stjórnin getur tekið sér frest, allt að einu ári, til að verða við beiðni, ef hún hefur i för með sér verulegar breytingar á dreifikerfi veitunnar.

8. gr.

Dælur.

Óheimilt .er að tengja dælur við heimæðar. Við innanhúskerfi þarf leyfi stjórnar hitaveitunnar til notkunar á dælum, sem tengjast kerfi veitunnar.

9. gr.

Um notkun vatns.

Enginn getur haldið réttindum til vatns, án þess að nýta það, þó stofngjald hafi verið greitt af því, lengur en í fjögur ár án þess að greiða afnotagjöld.

Ekki hafa kaupendur vatns rétt til að endurselja, gefa eða leigja öðrum það vatn, sem þeir hafa umráð yfir. Hámark á vatni til hvers býlis skal vera tveir og hálfur sek.l. að öðru leyti fer það eftir mati stjórnar hitaveitunnar hverju sinni.

Stjórn hitaveitunnar hefur rétt til þess að kveða nánar á um nýtingu heita vatnsins og ákveða hámarkshitastig rárennslisvatns, þó þannig að mörkin liggi á milli 40° C og 60° C.

10. gr.

Takmörk hitanotkunar.

Hitaveitan getur fyrirskipað takmörkun á hitanotkun, ef hún telur það nauðsynlegt. Hitaveita hefur rétt til að loka fyrir hita vegna viðgerða, en full hitagjöld ber að greiða, þótt að notandi hafi orðið fyrir lokun af slíku.

11. gr.

Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða sektum, allt að krónum þrjátíu þúsund, nema að þyngri refsing liggi við að lögum. Mál út af slíkum brotum skal farið með að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi, sem er samin og samþykkt af stjórn Hitaveitu Flúða og nágrennis, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 3 31. janúar 1953 um hitaveitur utan Reykjavíkur, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Félagsmálaráðuneytið, 30. apríl 1969.

F. h. r.

Hjálmar Vilhjálmsson.

Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica