Viðskiptaráðuneyti

269/2005

Reglugerð um breyting á reglugerð um notkun erlendra ökutækja, nr. 267 1. júlí 1993.

1. gr.

Viðauki I, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 555 29. desember 1993, 2. gr. reglugerðar nr. 313 3. maí 1999 og 2. gr. reglugerðar nr. 391 27. maí 2003, orðist svo:


VIÐAUKI I

Ökutæki frá eftirtöldum ríkjum (þjóðernismerki þeirra eru tilgreind í sviga) teljast hafa fullnægjandi ábyrgðartryggingu við komu til landsins og þurfa ekki að framvísa grænu korti því til staðfestingar, sbr. þó undantekningar í viðauka II.
Austurríki (A)
Belgía (B)
Danmörk (DK) ásamt Færeyjum (FR)
Eistland (EST)
Finnland (FIN)
Frakkland (F) ásamt Mónakó (MC)
Grikkland (GR)
Holland (NL)
Írland (IRL)
Ítalía (I) ásamt Páfagarði og San Marínó (RSM)
Króatía (HR)
Kýpur (CY)
Lettland (LV)
Litháen (LT)
Lúxemborg (L)
Malta (M)
Noregur (N)
Portúgal (P)
Pólland (PL)
Slóvakía (SK)
Slóvenía (SLO)
Spánn (E)
Sviss (CH) ásamt Liechtenstein (FL)
Stóra-Bretland og Norður Írland (GB) ásamt Alderney (GBA), Guernsey (GBG), Jersey (GBJ), Mön (GBM) og Gíbraltar (GBZ)
Svíþjóð (S)
Tékkland (CZ)
Ungverjaland (H)
Þýskaland (D)


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 94. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum, svo og með hliðsjón af IX. viðauka við EES-samninginn, tilskipun 72/166/EBE og ákvörðunum 2003/564/EBE og 2004/332/EBE.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 2. mars 2005.

Valgerður Sverrisdóttir.
Kristján Skarphéðinsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica