Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

264/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðarumbúðir vara við útflutning, nr. 343/2004.

1. gr.

Í stað orðanna "plöntueftirlits Rannsóknastofnunar landbúnaðarins" í 1. mgr. 3. gr., og 1. og 3. mgr. 6. gr. kemur í viðeigandi falli: plöntueftirlit Landbúnaðarháskóla Íslands.

2. gr.

8. gr. verður 9. gr., en við bætist ný 8. gr. er hljóði svo:
Plöntueftirlitið innheimtir gjald fyrir vottun til framleiðslu og meðhöndlunar á viðarumbúðum til útflutnings, viði til umbúðagerðar og vegna kostnaðar við eftirlit með að ákvæðum reglugerðar þessarar sé fylgt.

Óski útflytjendur eftir sérstöku heilbrigðisvottorði með einstökum sendingum af viðarumbúðum er innheimt sérstakt gjald fyrir hvert útgefið vottorð. Skal gjöldum varið til þess að standa undir kostnaði plöntueftirlitsins við framkvæmd reglugerðar þessarar.

Landbúnaðarráðherra setur gjaldskrá að fengnum tillögum plöntueftirlitsins sem birta skal í B-deild Stjórnartíðinda vegna innheimtu þeirra gjalda sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari. Landbúnaðarráðuneytið sker úr ágreiningi um gjaldskyldu ef upp kemur.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 2. og 3. gr. laga nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum. Stuðst er við hinn alþjóðlega plöntuverndarstaðal ISPM nr. 15 er gefinn var út á vegum FAO í mars árið 2002, "Guidelines for regulating wood packaging material in international trade".

Reglugerðin tekur þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 21. febrúar 2005.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.

Atli Már Ingólfsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.