Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

887/2003

Reglugerð um þátttöku ríkisins í kostnaði við hjálpartæki á árinu 2003 fyrir þá sem eru alvarlega heyrnarskertir og daufblindir. - Brottfallin

887/2003

REGLUGERÐ
um þátttöku ríkisins í kostnaði við hjálpartæki á árinu 2003
fyrir þá sem eru alvarlega heyrnarskertir og daufblindir.

1. gr.
Styrkur til alvarlegra heyrnarskertra og daufblindra.

Heyrnar- og talmeinastöð veitir styrk á árinu 2003 til kaupa á samskiptahjálpartækjum fyrir alvarlega heyrnarskerta og daufblinda sem hér segir:

1. Fyrir þá sem eru eldri en átta ára og hafa tónmeðalgildi > 70 dB og/eða talgreiningu undir 30% greiðast kr. 35.000. Þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur kaupverði tækis.
2. Fyrir þá sem eru eldri en átta ára og hafa verið greindir daufblindir greiðast kr. 45.000. Þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur kaupverði tækis.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 10. mgr., sbr. 4. mgr., 37. gr. a. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 26. nóvember 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica