Fara beint í efnið

Prentað þann 23. apríl 2024

Breytingareglugerð

263/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 163, 30. maí 1973, um hvalveiðar, með síðari breytingum.

1. gr.

1. ml. 2. mgr. 1. gr. orðist svo:

Leyfi til veiða á hrefnu árin 2014, 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019 skal veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem hafa stundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2013 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26, 3. maí 1949, um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. mars 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Ásta Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.