Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

162/2003

Reglugerð um skipan yfirlækna heilsugæslustöðva til að sinna sóttvörnum. - Brottfallin

162/2003

REGLUGERÐ
um skipan yfirlækna heilsugæslustöðva til að sinna sóttvörnum.

1. gr.

Yfirlæknar eftirtalinna heilsugæslustöðva skulu vera ábyrgir fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi undir stjórn sóttvarnalæknis.

Fyrir höfuðborgarsvæðið (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes):
Lækningaforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík.

Fyrir Norðurland (Hvammstangi til og með Þórshafnar):
Yfirlæknir Heilsugæslunnar á Akureyri.

Fyrir Austurland (Vopnafjörður til og með Hornafjarðar):
Lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Fyrir Suðurland (Kirkjubæjarklaustur til og með Þorlákshafnar ásamt Vestmannaeyjum):
Yfirlæknir Heilsugæslunnar í Laugarási.

Fyrir Vesturland (Akranes til og með Búðardals ásamt Hólmavík):
Yfirlæknir Heilsugæslunnar á Akranesi.

Fyrir Vestfirði (Patreksfjörður, Bolungarvík og Ísafjörður):
Yfirlæknir Heilsugæslunnar á Ísafirði.

Fyrir Reykjanes:
Yfirlæknir Heilsugæslu Suðurnesja.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 451/2002 um skipan heilsugæslulækna til að sinna sóttvörnum.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 28. febrúar 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica