Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

2/2003

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 218/2002 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

002/2003

REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 218/2002 um hlutdeild sjúkratryggðra
í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 2. gr.:

a. Í stað fjárhæðarinnar "400" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 500.
b. Í stað fjárhæðarinnar "200" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 250.
c. Í stað fjárhæðarinnar "100" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 150.


2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr.:

a. Í stað fjárhæðarinnar "1.100" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.400.
b. Í stað fjárhæðarinnar "500" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 600.
c. Í stað fjárhæðarinnar "300" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 400.


3. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr.:

a. Í stað fjárhæðarinnar "1.100" í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.400.
b. Í stað fjárhæðarinnar "400" í 1. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 500.
c. Í stað fjárhæðarinnar "300" í 2. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 400.
d. Í stað fjárhæðarinnar "1.600" í a-lið 2. tölul. 1. mgr. kemur: 2.000.
e. Í stað fjárhæðarinnar "600" í 1. málsl. b-liðar 2. tölul. 1. mgr. kemur: 750.
f. Í stað fjárhæðarinnar "400" í 2. málsl. b-liðar 2. tölul. 1. mgr. kemur: 500.


4. gr.

Á eftir 4. gr. kemur ný grein sem verður 5. gr. reglugerðarinnar og breytast númer annarra greina reglugerðarinnar í samræmi við það, greinin orðast svo:


5. gr.
Greiðsla sjúkratryggðra fyrir aðra þjónustu á heilsugæslustöð.

Sjúkratryggðir skulu greiða fyrir bólusetningar (hvern skammt) á heilsugæslustöð sem hér segir:

1. Blóðmauraheilabólga kr. 3.400.
2. Heilahimnubólga (meningococca)
a. fjölvirkt fjölsykrubóluefni kr. 3.500.
b. prótínbóluefni gegn stofni C (18 ára og eldri) kr. 3.200.
3. Hettusótt kr. 4.700.
4. Hlaupabóla kr. 6.100.
5. Hundaæði kr. 6.500.
6. Inflúensa kr. 600.
7. Japönsk heilabólga kr. 2.900.
8. Kólera (bóluefni til inntöku) kr. 2.100.
9. Lifrarbólga A 720 ein/ml kr. 2.700.
10. Lifrarbólga A 1400 ein/ml kr. 4.100.
11. Lifrarbólga B kr. 2.700.
12. Lifrarbólga B fyrir börn kr. 2.100.
13. Lifrarbólga A og B kr. 5.300.
14. Lifrarbólga A og B fyrir börn kr. 3.800.
15. Lungnabólga kr. 1.500.
16. Mislingar kr. 1.500.
17. Stífkrampi og barnaveiki fyrir fullorðna kr. 700.
18. Taugaveiki kr. 2.300.

Gjöld skv. 1. mgr. skulu greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 2. og 3. gr. Gjöldin skulu einnig greidd í heimahjúkrun. Ekkert gjald er greitt fyrir ungbarnavernd og heilsugæslu í skólum, sbr. 3. mgr. 2. gr. Þá er ekki greitt gjald fyrir bólusetningar við stífkrampa, mænusótt, rauðum hundum og MMR (mislingar+hettusótt+rauðir hundar).

Auk komugjalda skv. 2. og 3. gr. skulu sjúkratryggðir greiða gjald fyrir aðra þjónustu en greinir í 1. mgr. sem hér segir:

1. Þungunarpróf kr. 400.
2. Streptokokkarannsóknir kr. 500.
3. Lyfjaleit í þvagi kr. 1.600.
4. Lykkja (t) kr. 2.000.
5. Hormónalykkja kr. 14.300.
6. Foreldrafræðsla, kvöldnámskeið kr. 6000.


5. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 5. gr., sem verður 6. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað fjárhæðarinnar "1.600" í a-lið 1. tölul. 1. mgr. kemur: 2.100
b. Í stað fjárhæðarinnar "500" í 1. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 700.
c. Í stað fjárhæðarinnar "250" í 2. málsl. b-liðar 1. tölul. 1. mgr. kemur: 350.


6. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 8. gr., sem verður 9. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað fjárhæðarinnar "200" í a-lið 1. tölul. 2. mgr. kemur: 250.
b. Í stað fjárhæðarinnar "100" í b-lið 1. tölul. 2. mgr. kemur: 150.
c. Í stað fjárhæðarinnar "700" í a-lið 2. tölul. 2. mgr. kemur: 900.
d. Í stað fjárhæðarinnar "300" í b-lið 2. tölul. 2. mgr. kemur: 400.
e. Í stað fjárhæðarinnar "700" í a-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 900.
f. Í stað fjárhæðarinnar "300" í b-lið 3. tölul. 2. mgr. kemur: 400.
g. Í stað fjárhæðarinnar "1.000" í a-lið 4. tölul. 2. mgr. kemur: 1.300.
h. Í stað fjárhæðarinnar "400" í b-lið 4. tölul. 2. mgr. kemur: 500.
i. Í stað fjárhæðarinnar "500" í a-lið 5. tölul. 2. mgr. kemur: 700.
j. Í stað fjárhæðarinnar "250" í b-lið 5. tölul. 2. mgr. kemur: 350.


7. gr.

Í stað fjárhæðarinnar "2.400" í 11. gr., sem verður 12. gr. reglugerðarinnar, kemur: 3.300.


8. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 12. gr., sem verður 13. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað fjárhæðarinnar "2.000" í 1. málsl. kemur: 2.200.
b. Í stað fjárhæðarinnar "500" í 2. málsl. kemur: 550.


9. gr.

Í 1. málsl. 15. gr., sem verður 16. gr. reglugerðarinnar, kemur á eftir orðunum "og 20. gr." orðin ", 20. gr. og 35. gr.a".


10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 20. og 35. gr.a laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 15. janúar 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. janúar 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica