Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

823/2002

Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga. - Brottfallin

823/2002

REGLUGERÐ
um hækkun bóta almannatrygginga.

1. gr.

Upphæðir bóta samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 117/1993 og samkvæmt lögum um félagslega aðstoð nr. 118/1993 skulu hækka frá 1. janúar 2003 að telja um 3,2% frá því sem þær voru í desember 2002.

Til viðbótar hækkun skv. 1. mgr. skal hækka frá 1. janúar 2003 tekjutryggingu um 3.028 kr., tekjutryggingarauka fyrir einhleypa um 2.255 kr. og tekjutryggingarauka fyrir hjón og sambýlisfólk um 2.255 kr.


2. gr.

Til viðbótar við árlega almenna hækkun skv. 65. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 skal frá 1. janúar 2004 hækka upphæð tekjutryggingar um 2.000 kr., tekjutryggingarauka fyrir einhleypa um 2000 kr. og tekjutryggingarauka fyrir hjón og sambýlisfólk um 2.000 kr.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 65. gr., sbr. 66. gr. og 17. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, sbr. 15. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. nóvember 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica