Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Breytingareglugerð

259/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1040/2005, um framkvæmd raforkulaga, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 6. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein sem orðast svo:

Innan dreifbýlissvæða skv. 6. mgr. er dreifiveitu heimilt að láta almenna gjaldskrá, sbr. 1. mgr., gilda á ákveðnu svæði enda sé annað neðangreindra skilyrða uppfyllt:

  1. Svæðið sé skilgreint sem byggðakjarni samkvæmt Hagstofu Íslands með a.m.k. 50 íbúum, fjarlægð frá afhendingarstað flutningsfyrirtækisins sé innan við 10 kílómetrar og heildarraforkunotkun á svæðinu sé a.m.k. 8 GWst á ári.
  2. Svæðið sé skilgreint sem iðnaðarsvæði með a.m.k. 10 notendur og hafnaraðstöðu, fjarlægð frá afhendingarstað flutningsfyrirtækisins sé innan við 10 kílómetrar og heildarraforkunotkun á svæðinu sé a.m.k. 8 GWst á ári.

Svæði þar sem almenn gjaldskrá gildir samkvæmt málsgrein þessari eru ekki skilgreind sem dreifbýlissvæði í skilningi reglugerðar þessarar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. a og 45. gr. raforkulaga nr. 65/2003, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 1. mars 2012.

Oddný G. Harðardóttir.

Ingvi Már Pálsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.