Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

70/2002

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

070/2002

REGLUGERÐ
um (7.) breytingu á reglugerð nr. 68/1996 um hlutdeild sjúkratryggðra
í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:
a. Í 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 850" fjárhæðin "kr. 400".
b. Í 2. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 350" fjárhæðin "kr. 200".


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:
a. Í a-lið 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 2.100" fjárhæðin "kr. 1.600".
b. Í b-lið 1. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 700" fjárhæðin "kr. 500".
c. Í b-lið 2. málsl. 2. tölul. 1. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 150" fjárhæðin "kr. 100".


3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr.:
a. Í a-lið 1. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 400" fjárhæðin "kr. 200".
b. Í b-lið 1. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 150" fjárhæðin "kr. 100".
c. Í a-lið 5. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 700" fjárhæðin "kr. 500".
d. Í b-lið 5. tölul. 2. mgr. komi í stað fjárhæðarinnar "kr. 400" fjárhæðin "kr. 250".


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 36. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 20. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 31. janúar 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica