Fjármálaráðuneyti

256/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, með síðari breytingum.

1. gr.

                Eftirfarandi breyting verður á 12. gr. reglugerðarinnar:

                Við greinina bætast tveir nýir töluliðir sem orðast svo:

6.             Þjónustu vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar.

7.             Vinnu við sérstök verkefni sveitarfélaga eða á ábyrgð þeirra, sem efnt er til með styrk           Atvinnuleysistryggingasjóðs, til að fjölga atvinnutækifærum.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Ákvæði 7. tölul. fellur úr gildi 1. janúar 1997.

 

Fjármálaráðuneytinu, 24. apríl 1996.

 

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Hermann Jónasson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica