Innanríkisráðuneyti

255/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 348/2007 um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum.

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist nýr liður, c-liður, sem orðast svo:

 1. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/37/ESB frá 27. febrúar 2014 um breytingu á tilskipun ráðsins 91/671/EBE varðandi skyldubundna notkun öryggis­belta og aðhaldsbúnaðar fyrir börn í ökutækjum, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 228/2014 frá 24. október 2014. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 569.

2. gr.

III. viðauki við reglugerðina breytist þannig:

 1. Í stað texta í 1. mgr. viðaukans kemur svohljóðandi texti:
  Öryggis- og verndarbúnaður barna í ökutækjum skal uppfylla kröfur samkvæmt:
  1. reglum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE), ECE reglur nr. 44.04, sbr. og tilskipun 77/541/EBE um samræmingu laga aðildar­ríkjanna varðandi öryggisbelti og aðhaldsbúnað í vélknúnum öku­tækjum að tækniframförum, með síðari breytingum, eða
  2. reglum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (UNECE), ECE reglur nr. 129.
 2. Í lok viðaukans bætist við ný málsgrein, 3. mgr., sem orðast svo:
  Öryggis- og verndarbúnaður fyrir börn skal settur upp í samræmi við upp­setn­ingar­upplýsingar (t.d. notendahandbók, bækling eða upplýsingar á rafrænu formi) sem framleiðandi búnaðarins útvegar þar sem því er lýst hvernig og í hvaða gerðir ökutækis hægt er að nota búnaðinn með öruggum hætti.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 71. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 2. mars 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica