Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

254/2013

Reglugerð um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 182/2012 frá 28. september 2012 gildir eftirtalin ESB-gerð hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIX. viðauka við EES-samninginn um neytendavernd, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samingsins:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 954/2011 frá 14. september 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd, sbr. meðfylgjandi fylgiskjal með reglugerð þessari.

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 182/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 70, 13. desember 2012, bls. 44.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. gr. laga nr. 56/2007, um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 25. febrúar 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.