1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá. Skráin tekur til smitsjúkdóma og bólusetninga (ónæmisaðgerða), sbr. reglugerð um bólusetningar á Íslandi. Gæta skal fyllsta trúnaðar um allar einkalífsupplýsingar sem fram koma í smitsjúkdómaskrá og gilda um skrána sömu reglur og aðrar sjúkraskrár. Ítrustu varúðar skal gætt við meðferð, vörslu og sendingu upplýsinga um tilkynningaskylda sjúkdóma.
2. mgr. 3. gr. orðast svo:
Læknum og hjúkrunarfræðingum er skylt að skrá í sjúkraskrá, samkvæmt nánari fyrirmælum sóttvarnalæknis, allar bólusetningar sem þeir framkvæma. Læknar tilkynna sóttvarnalækni um bólusetningar sem gerðar hafa verið.
4. gr. orðast svo:
Skráningarskyldir sjúkdómar eru:
| afbrigðilegar berklasýkingar | kláðamaur |
| bráður niðurgangur | lungnabólga |
| condyloma genitalis | Lyme sjúkdómur (borreliosis) |
| eyrnabólga | matareitrun af völdum sýkla eða eiturefna þeirra |
| flatlús | mýrarkalda (malaría) |
| hálsbólga | njálgur |
| heilabólga (encephalitis/ meningoencephalitis) |
psittacosis |
| heilahimnubólga af völdum sýkla | ristill (herpes zoster) |
| heilahimnubólga af óþekktum toga | skarlatssótt |
| hlaupabóla | streptókokkahálsbólga |
| höfuðlús | toxóplasmasýking |
| inflúensa | þvagrásarbólga af óþekktri orsök |
Tilkynningaskyldir sjúkdómar eru:
| barnaveiki | lifrarbólga A |
| berklar | lifrarbólga B |
| bótúlismi | lifrarbólga C |
| Creutzfeldt Jacob veiki og afbrigði hennar | lifrarbólga E |
| enterohemorrhagisk E. coli sýking | lifrarbólga vegna annarra veira |
| giardiasis | linsæri |
| gulusótt | listeríusýking |
| hettusótt | lömunarveiki |
| HIV-sýking | meningókokkasjúkdómur |
| holdsveiki | miltisbrandur |
| hundaæði | mislingar |
| kampýlóbaktersýking | rauðir hundar |
| kíghósti | salmonellusýking |
| klamydíusýking | sárasótt |
| kólera | sígellusýking |
| legíónellusýking | stífkrampi |
| lekandi | svarti dauði |