Landbúnaðarráðuneyti

246/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu nr. 504/1998. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist:

VI. VIÐAUKI

Hrossakjöt.

GÆÐAEFTIRLIT - YFIRLIT:

Verkþáttur

Ábyrgur aðili

Tilvísunarnr.

 

 

 

Hross dæmd hæf:

 

 

Viðurkenning eftirlitsaðila

Eftirlitsaðili

1.1

Staðfesting

Móttökustjóri

1.2

 

 

 

Hross framleiðanda/auðkenning skrokka:

 

 

Hópur við komu

Móttökustjóri

2.1

Hópur sem bíður slátrunar

Móttökustjóri

2.1

Slátrunarferli

Móttökustjóri

3.1, 3.2

Hópur eftir slátrun

Kjötmatsmaður

3.3

Frágangur eftir slátrun

Verkstjóri í kæli

3.4

Talning skrokka

Umsjónarmaður

4.1

 

 

 

Auðkenning afurða framleiðanda:

 

 

Hlutunaráætlun

Framleiðslustjóri

4.2

Afurðaskráning

Verkstjóri

4.3

 

 

 

Verkþáttur

Ábyrgur aðili

Tilvísunarnr.

 

 

 

Eftirlitsstörf:

 

 

Störf matsmanna

Sláturhússtjóri

5.1

Uppgjör slátrunar

Framleiðslustjóri

5.2

Merking kassa

Sögunar-/úrbeiningarstjóri

 

 

eða framleiðslustjóri

5.3

Birgðaskráning

Framleiðslustjóri og

 

 

yfirmaður frystingar

5.4

Eftirlitsaðilar

Búnaðarráðunautar

 

 

Dýralæknar

 

 

Vísun til skjala:

 

 

1. Vottorð eftirlitsaðila

 

1.1

2.Móttökukvittun, afhendingarkvittun

 

2.1

3. Slátrunaráætlun

 

3.1

4. Merking skrokks

 

3.3

5.Kassamerking, bráðabirgðamerking

 

4.2, 5.3

6. Afskurður

 

4.3

1.0 Verkþáttur: Framleiðsla á búi.

1.1 Viðurkenning eftirlitsaðila.

Verklýsing:

Viðurkenna má afurðir af hrossum, sem aldrei hafa verið gefnir hormónar eða vaxtarhvetjandi efni. Notkun sýkla- og sníklalyfja er óheimil frá fjögurra vikna aldri folalda og fram til slátrunar. Heimilt er að viðurkenna afurðir veturgamalla hrossa og eldri hafi þeim ekki verið gefin slík lyf síðustu sex mánuðina fyrir slátrun. Öll hross skal einstaklingsmerkja og skrá og aðeins þau hross fá viðurkenningu sem alin eru frá fæðingu til slátrunar hjá viðkomandi framleiðanda.

Við öflun fóðurs og ræktun beitilands fyrir hross skal hámarksnotkun köfnunarefnis í áburði miðast við 120 kg N/ha fyrir tún og 180 kg N/ha fyrir grænfóður. Allt innlent fóður skal vera laust við skordýraeitur og illgresiseyða. Gjöf innflutts fóðurs skal haldið í lágmarki.

Eftirlitsaðilum skal vera heimilt að skoða búið, þar með talið beitiland, tún, annað ræktað land og húsakost, og ganga úr skugga um að rétt sé staðið að beit, fóðrun og aðbúnaði. Þess skal ætíð gætt að beit hrossa rýri ekki landgæði né hamli eðlilegri framvindu gróðurs.

Bókun:

Skrá sem eftirlitsaðili gefur út með hverri hjörð (þ.e. heildarfjöldi sláturhrossa hjá framleiðanda) skal afhent viðeigandi aðilum í sláturhúsinu við afhendingu fyrstu sláturhrossa.

Viðurlög:

Verði eftirlitsaðili eða framleiðandi uppvís að því að gefa rangar upplýsingar í skrá er afurðastöð óheimilt að taka við hrossum sem vistvænni framleiðslu frá þeim framleiðanda á framleiðsluárinu.

1.2. Hross dæmd hæf.

Verklýsing:

Hverjum sláturhópi, þ.e. hluta hjarðar sem slátrað er hverju sinni, skal fylgja skrá, staðfest af framleiðanda. Öll hross sem færð eru til slátrunar skal merkja framleiðanda eða öðrum sem eiga hross á viðkomandi býli auk einstaklingsmerkingar.

Bókun:

Sláturhúsið tekur við skrám og varðveitir þær í eitt ár og er eftirlitsaðilum heimill aðgangur að þeim hvenær sem er.

Viðurlög:

Sé skrá ófullnægjandi eða gölluð skal gripum hafnað. Hross sem komið er með og er ekki auðkennt eða ranglega merkt í skrá skal hafna. Sé gripum hafnað skal þeim slátrað sér og þeir merktir með öðrum hætti en gripir sem eftirlit þetta tekur til.

2.0 Verkþáttur: Fyrir slátrun.

2.1. Móttaka hrossa.

Verklýsing:

Staðfestri skrá skal framvísa til móttökustjóra við afhendingu hrossanna. Móttökustjóri útbýr kvittun, þar sem eftirfarandi kemur fram: Nafn og heimilisfang framleiðanda, viðskiptanúmer hans, komudagur, komutími og fjöldi sláturhrossa, staðfesting um framvísun skrár; einnig er gefið út númer fyrir hrossahópinn eða einstök hross á þessari kvittun. Farið er eftir hlaupandi númeraröð. Móttökustjóri áritar kvittunina. Viðurkennd hross skal færa til slátrunar sér í hópi.

Bókun:

Móttökukvittun fyrir hrossin, í þríriti til kaupanda, matsmanna og sláturhúss. Afhendingarkvittun skal vera í þríriti: eitt eintak til framleiðanda, eitt eintak fylgi sláturhópi/sláturhrossi til matmanns, eitt fylgi vottorði framleiðanda til varðveislu í skjalasafni sláturhúss og skal það vera aðgengilegt eftirlitsaðilum.

Viðurlög:

Hross sem dæmt er óhæft skal auðkenna við slátrun og halda aðskildu frá þeim gripum sem dæmdir hafa verið hæfir og getið er í skrá eftirlitsaðila.

3.0 Verkþáttur: Merking skrokka.

3.1.Slátrunaráætlun.

Verklýsing:

Gripum er slátrað eftir hlaupandi númeraröð hópsins.

Bókun:

Númer hóps. Nafn eða númer viðskiptavinar (framleiðanda). Fjöldi og tegund gripa. Vakthafandi verkstjóri ábyrgur.

Viðurlög:

Engin slátrun skal fara fram fyrr en öll hross sem komin eru í móttöku sláturhúss að morgni sláturdags hafa verið bókuð til slátrunar. Hrossum sem komið er með síðar skal haldið sér og þeim ekki slátrað fyrr en bókun hefur farið fram.

3.2. Auðkenning hóps.

Verklýsing:

Eintök af öllum skilríkjum fylgi fyrsta skrokki viðkomandi hóps.

Bókun:

Skrá eftirlitsaðila (1.1). Afhendingarkvittun gripa (2.1). Vakthafandi verkstjóri ábyrgur.

Viðurlög:

Beri skilríkjum ekki saman við slátrun er viðkomandi hópur ekki hæfur samkvæmt þessu eftirliti. Skal þá nota aðra merkingu við slátrun viðkomandi hóps.

3.3 Merking skrokks.

Verklýsing:

Hver skrokkur skal merktur með sértækum og almennum upplýsingum. Einstaklingsmerki gripsins fylgja skrokknum þar til hann er metinn. Að mati loknu skal einstaklingsmerki fjarlægt, en þess í stað kemur matsmiði með sértækum og almennum upplýsingum.

Bókun:

Sértækar upplýsingar. Upplýsingar á matsmiða. Gæðaflokkur skrokks, nafn eða númer framleiðanda, hópnúmer, auðkennisnúmer skrokks, matsmaður.

Viðurlög:

Skrokkar sem ekki eru sérstaklega merktir skulu ekki teknir með (sjá 3.4).

3.4 Auðkenning eftir slátrun.

Verklýsing:

Í kæli skal vistvænum skrokkum raðað sér á brautum.

Bókun:

Matsmiði á hverjum skrokk. Tákn fyrir staðsetningu í kæli. Vakthafandi verkstjóri í kæli ábyrgur.

Viðurlög:

Eftir venjubundið eftirlit skulu skrokkar sem ekki standast gæðamat fjarlægðir. Engin frekari vinnsla fari fram fyrr en að eftirlitsstörfum loknum (sjá 5.2).

4.0 Verkþáttur: Merktar vörur.

4.1.Talning skrokka.

Verklýsing:

Nafn eða númer framleiðanda. Dagsetning slátrunar. Fjöldi og flokkun skrokka.

Bókun:

Gögn um afurðir slátrunar. Umsjónarmaður.

Viðurlög:

Engin frekari vinnsla fyrr en að lokinni viðurkenningu (sjá 5.2).

4.2 Hlutunaráætlun.

Verklýsing:

Þegar sögun eða pökkun og merking fer fram skulu aðeins viðurkenndar vistvænar afurðir vera á sögunarsvæði. Skrá um fjölda og flokkun skrokka skal liggja fyrir. Leiðbeiningar um sögun og hvernig hluta skal skrokkinn. Leiðbeiningar um merkingu.

Bókun:

Hlutunaráætlun hjá sláturhúsi nr.____. Vakthafandi framleiðslustjóri ábyrgur.

Viðurlög:

Engin bókun vegna sögunar eða úrbeiningar fyrir kaupanda skal fara fram nema leiðbeiningar um sögun og merkingar séu tiltækar og gildar.

4.3 Afurðaskráning.

Verklýsing:

Framleiðsludagur. Fjöldi kassa skv. tegund afurða.

Bókun:

Afurðaskráning. Verkstjóri. Framleiðslustjóri.

Viðurlög:

Nauðsynlegt vegna vottunar. Engar afurðir skulu afgreiddar fyrr en að lokinni viðurkenningu/birgðaskráningu (sjá 5.4).

5.0 Verkþáttur: Viðurkenning.

5.1 Gæðaflokkun.

Verklýsing:

Aðgangur einungis heimill viðurkenndum starfsmönnum sláturhússins.

Bókun:

Í hverju tilviki má einungis skrá færslur skv. heimild. Ábyrgð: Sláturhússtjóri, framleiðslustjóri.

Viðurlög:

Færslur í heimildarleysi. Vinnsluaðili bannar afhendingu allra merktra afurða þar til eftirlit hefur verið viðurkennt.

5.2 Uppgjör slátrunar.

Verklýsing:

Fjöldi gripa frá hverjum framleiðanda verður að svara til fjölda skrokka sem kemur úr flokkun að viðbættum skrokkum sem vísað er frá.

Bókun:

Afurðaskráning. Ábyrgð: Sláturhússtjóri, framleiðslustjóri.

Viðurlög:

Séu skrokkar, að meðtöldum þeim sem vísað er frá, ekki í samræmi við fjölda afhentra gripa má ekki viðurkenna viðkomandi hóp.

5.3 Kassamerking.

Verklýsing:

Takmarkaður aðgangur að tölvugögnum. Skyldubundnar upplýsingar. Nöfn og/eða auðkenni framleiðanda.

Bókun:

Færsluskrá eftirlitsins; framleiðslustjóri eða verkstjóri hafa heimild til bókunar.

Viðurlög:

Ólögmæt færsla; bann gegn flutningi úr sláturhúsi þar til eftirlitskerfi hefur verið endurskoðað og viðurkennt.

5.4 Birgðaskráning.

Verklýsing:

Fjöldi kassa eftir (skrokk-) hlutum, merkjum og/eða nafni framleiðanda, auk þess ný framleiðsla að frátöldum afgreiddum kössum.

Bókun:

Framleiðslustjóri sér um daglega endurskoðun birgðaskrár. Rauntalning fari fram. Framleiðslustjóri og yfirmaður frystingar ábyrgir.

Viðurlög:

Sé ósamræmi milli kassa merktra samkvæmt þessu kerfi og framleiðslutalna skulu allar fyrirliggjandi birgðir af merktum kössum dæmdar óhæfar til flutnings úr sláturhúsi.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 26. mars 1999.

Guðmundur Bjarnason.

Hjördís Halldórsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica