Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

190/1991

Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingar nr.421/1988. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (9.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,

afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.

1. gr.

1. ml. 2. mgr. 53. gr. orðist svo:

Við afgreiðslu lyfja frá lyfsölu heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa skv. ákvæðum 4. gr. reglugerðar nr. 27/1983, um staðsetningu lyfjabúða og lyfjaútibúa, sbr. breytingu frá 11. apríl 1991, skal í öllu fylgja ákvæðum þessarar reglugerðar.

2. gr.

66. gr. orðist svo:

Lyfjafræðingi er heimilt að afhenda minnstu pakkningastærð lyfseðilsskylds, staðlaðs lyfs án lyfseðils í undanteknigartilvikum, þegar ekki næst til læknis, enda telji lyfjafræðingur brýna ástæðu til að verða við slíkri beiðni. Viðtakandi verður að greiða lyfið að fullu og staðfesta móttöku þess með undirritun (nafn og kennitala). Lyfjafræðingur sendir landlækni útfyllt símalyfseðilseyðublað (sbr. viðauka 2 við þessa reglugerð), sem á er ritað/stimplað orðið lyfseðilsafrit (sbr. 37. gr.) til staðfestingar á slíkri afgreiðslu.

Ákvæði þetta nær ekki til ávana- og fíknilyfja, sbr. IV. kafla þessarar reglugerðar.

3. gr.

66. gr. verður 67. gr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. og 17. gr. lyfjalaga nr. 108/1984, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar við birtingu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 11. apríl 1991.

Guðmundur Bjarnason.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica