Umhverfisráðuneyti

243/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004, um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin

1. gr.

Við 9. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. og 1. mgr. 4. gr. er heimilt að markaðssetja án markaðsleyfis sæfiefni sem inniheldur tilkynnt virkt efni í tilgreindum sæfiefnaflokkum, sbr. VI. viðauka, þar til ákvörðun um skráningu virka efnisins í V. viðauka liggur fyrir, sbr. 7. gr.

2. gr.

c-liður 1. mgr. 19. gr. orðast svo:

Upplýsingar um tilgreind virk efni sem voru á markaði 14. maí 2000 og sæfiefni sem innihalda viðkomandi efni njóta verndar:

1)

til 14. maí 2010 að því er varðar hvers kyns upplýsingar sem lagðar eru fram og varða veitingu markaðsleyfa fyrir sæfiefni,

2)

í 10 ár frá skráningardegi virks efnis í A- eða B-hluta V. viðauka að því er varðar upplýsingar sem lagðar eru fram í fyrsta sinn vegna skráningar virks efnis eða skráningar þess í nýjan sæfiefnaflokk í viðaukanum.

3. gr.

j-liður 3. mgr. 21. gr. orðast svo:

Öryggisblöð, skv. 25. gr.

4. gr.

25. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:

Öryggisblöð.

Framleiðendum, innflytjendum eða öðrum einstaklingum sem bera ábyrgð á markaðs­setningu sæfiefna hér á landi er skylt að leggja fram öryggisblöð fyrir sæfiefnin. Öryggisblöð eiga að gera notendum í atvinnulífinu, í iðnaði og eftir atvikum öðrum notendum kleift að gera nauðsynlegar ráðstafanir til verndar heilsu og umhverfi svo og varðandi öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum.

Öryggisblöð fyrir sæfiefni skulu vera á íslensku í samræmi við reglugerð um öryggis­blöð. Öryggisblöð skulu fylgja umsókn um markaðsleyfi fyrir sæfiefni þegar hún er lögð fram hjá Umhverfisstofnun.

5. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:

Sæfiefni í sæfiefnaflokkum 14 (nagdýraeitur), 16 (lindýraeyðar) og 18 (skordýraeyðar, mítlaeyðar og vörur til að halda öðrum liðdýrum í skefjum) sem innihalda virk efni sem tilgreind eru í VI. viðauka falla undir gildandi löggjöf um varnarefni þar til ákvörðun um skráningu virku efnanna liggur fyrir.

6. gr.

Í stað orðsins "öryggisleiðbeiningar" hvarvetna í II. viðauka kemur í viðeigandi beyg­ingarfalli: öryggisblöð.

7. gr.

Í A. hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni", kemur tafla sem birt er í fylgiskjali 1 við reglugerð þessa.

8. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, VI. viðauki, "Tilkynnt virk efni í sæfiefnum", sem birtur er sem fylgiskjal 2 við reglugerð þessa.

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/140/EB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB varðandi það að taka súlfúrýlflúoríð sem virkt efni inn í I. viðauka við tilskipunina.

Reglugerðin er einnig sett með hliðsjón af:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2032/2003 um annan áfanga 10 ára vinnuáætlunarinnar, sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna, og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1896/2000.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1048/2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2032/2003 um annan áfanga 10 ára vinnuáætlunarinnar, sem um getur í 2. mgr. 16. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna.

Vísað er til framangreindra reglugerða í tl. 12s, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2004, þann 3. desember 2004, og nr. 27/2006, þann 10. mars 2006.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 8. mars 2007.

F. h. r.

Ingimar Sigurðsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica