Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

242/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Við 3. gr. bætist við ný skilgreining svohljóðandi:

Íþróttamannvirki eru íþróttahús, íþróttavellir og íþróttamiðstöðvar þar sem fram fer skipulögð starfsemi og sem almenningur hefur aðgang að.

2. gr.

Eftir 1. mgr. 19. gr. kemur ný mgr. svohljóðandi:

Heilbrigðisnefnd getur heimilað að farið sé með dýr inn í íþróttamannvirki þar sem aðstaða er til íþróttaiðkunar á ís vegna sýninga eða keppni. Kveða skal á um það í starfsleyfi íþróttamannvirkisins eða gefa út sérstakt starfsleyfi fyrir einstakar sýningar eða keppni ef slík starfsemi er ekki með reglubundnu millibili á skautasvellinu. Umhverfisstofnun skal gefa út leiðbeiningar um skilyrði slíks starfsleyfis. Að sýningu eða keppni lokinni skal upplýsa gesti sem koma í íþróttamannvirkið um að í húsinu hafi verið dýr og hvaða dýr um ræðir þannig að þeir sem haldnir eru ofnæmi þurfi ekki að verða fyrir óþægindum. Í starfsleyfi skal setja skilyrði sem á að uppfylla fyrir hverja sýningu eða keppni.

3. gr.

Á eftir 3. mgr. 27. gr. kemur nýr málsliður svohljóðandi:

Ekki er þó skylt að hafa handlaug á gistiherbergjum á einkaheimilum.

4. gr.

Á eftir 1. ml. 2. mgr. 42. gr. kemur nýr ml. svohljóðandi:

Í sumarbúðum og skyldri starfsemi þar sem dvalartími er tvær vikur eða skemmri tími má miða við minni gólfflöt á barn í svefnsal með kojum, þó aldrei minni en 2 m².

5. gr.

Við fylgiskjal 2 bætist nýr málsliður við liðinn veitinga- og samkomustaðir:

Framangreindar kröfur gilda þó ekki um kirkjur þar sem messað er sjaldnar en sex sinnum á ári.

6. gr.

Í stað orðsins "gæludýr" í fylgiskjali 3 kemur (í viðeigandi beygingarfalli): dýr.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 4. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðneytinu, 8. mars 2007.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Sigrún Ágústsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.