Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

242/1974

Reglugerð um varnir gegn mengun matvæla af völdum blýs og kadmíums í matarílátum

1. gr.

            Í glerjungi íláta (leir- eða málmíláta), sem notuð eru undir matvæli, getur verið blý eða kadmíum. Til þess að forða eitrunum af völdum þessara málma, er rekja mætti til slíkra íláta, ber hlutaðeigendum að breyta samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar.

            Ákvæði þessarar reglugerðar ná einnig til íláta úr plasti, seta notuð eru undir matvæli.

 

2. gr.

            Bannað er að framleiða, flytja inn eða versla með í1át þau, sem getið er um í 1. gr. reglugerðar þessarar, ef þau gefa frá sér meira magn af blýi en 7.0 míkróg blý/ml eða 0.5 mikróg kadmíum/ml, þegar eftirfarandi rannsóknaaðferðum er beitt, sbr. 3. gr.

 

3. gr.

            Sex sýni af hverri gerð íláta skulu rannsökuð á þann hátt, að þau eru fyllt með 4% edikssýru, gler látið yfir op ílátsins, og ílátin síðan látin standa þannig í 24 klst. við venjulegan stofuhita. Blý eða kadmíum, er leysast kann í edikssýrulausn­inni, er síðan ákvarðað með aðferð þeirri, sem lýst er í viðauka, sbr. viðauka nr. 1.

            Fundið er meðaltal sýnanna. Ef frávik einstakra niðurstöðutalna er innan eðlilegra marka (+10%), skal meðaltalið gilda. Annars verður að gera frekari rannsóknir.

 

4. gr.

            Einungis niðurstöðutölur rannsókna frá viðurkenndum rannsóknastofnunum, t. d. Rannsóknastofnun iðnaðarins eða hliðstæðum rannsóknastofnunum, eru gildar.

 

5. gr.

            Við mótun íláta eða á annan hátt ber að setja merki (vörumerki), sem ótvírætt sýnir, hver hefur framleitt vöruna. Jafnframt er þeim, sem framleiða eða flytja inn slíkar vörur hér á landi, skylt að láta rannsaka þær þannig, að ótvírætt sé, að þær standist kröfur, sem gerðar eru samkvæmt 2. og 3. gr. að framan. Ef varning­urinn stenst ekki þessar kröfur, er bannað að hafa hann á boðstólum.

            Varningur, sem heimilt er að hafa á boðstólum samkvæmt ákvæðum 1. máls­greinar hér að framan, skal merktur með tilliti til þess, að rannsakað hafi verið blý­- og kadmíuminnihald hans, svo sem kveðið er á í þessari reglugerð.

 

6. gr.

            Þeim, sem framleiða eða selja slíkar vörur hér á landi, er skylt að tilkynna það heilbrigðisnefnd viðkomandi bæjar- eða sveitarfélags.

 

7. gr.

            Um málsmeðferð og viðurlög við brotum á ákvæðum þessum fer samkvæmt 22. og 23. gr. laga nr. 85 31. desember 19f8 um eiturefni og hættuleg efni.

 

8. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 85 31. desember 1968 um eiturefni og hættuleg efni og öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. júlí 1974.

 

Magnús Kjartansson.

Almar Grímsson.

 

Viðauki nr. 1.

 

ÁKVÖRÐUN BLÝS

Áhöld og hvarfefni.

 

a) Atómabsorbsjón-litrófsmælir, Perkin-Elmer gerð 303 eða jafngilt tæki við eftir­farandi mælistillingu:

            Bylgjulengd 218 nm, rauf 4, blý-holkatóðulampi, loft-acetýlenbrennari (0.5x110 mm rauf) með loftgjöf við 60 psi (flóðmælir á 9.0) og acetýlen við 10 psi (flóð­mælir á 9.0) þannig, að loftstreymi verði 0.8 ml/mín.

b ) Staðallausnir.

      Leysið eitthvert leysanlegt Pb-salt í 4%, edikssýru þannig, að Pb-magn verði 1 mg/ml. Blandið þessa stofnlausn með 4%. edikssýru þannig, að mælistaðlar verði 7 0, 20, 30 og 40 míkróg Pb/ml.

            Sex ílát af hverju tagi eru rannsökuð. Öll ílátin eru þvegin með venjulegum þvottalegi og skoluð vandlega á eftir með kranavatni og eimuðu vatni. Skolvatni fleygt og ílátin látin þorna. Því næst er hvert ílát fyllt með 4% (W/V) edikssýru þannig, að á því sé ekki meira en 5 mm borð. Rúmmál sýrunnar skal mæla í mæli­glasi. Gler er lagt yfir op hvers íláts, en varast ber að láta það snerta yfirborð vökvans. Ílátin skulu standa þannig við stofuhita í 24 klst.

 

Mæling.

            Hrærið í vökvanum og mælið absorbans í áðurnefndu tæki og þynnið lausn­ina, ef með þarf. Staðlasýni eru mæld á sama hátt og gert línurit yfir absorbans á móti Pb-magni. Magn blý s í óþekktu sýni má lesa af línuritinu.

            Niðurstöðutölur eru reiknaðar sem míkróg Pb/ml vökva, sbr. Division af Com­pliance Programs, Bureau af Foods, Food & Drug Administration, 30. júní 1971.

 

ÁKVÖRÐUN KADMÍUMS

Áhöld og hvarfefni.

a)         Atórnabsorbs,jón litrófsmælir, Perkin-Elmer gerð 303 eða jafngilt tæki við eftir­farandi mælistillingu:

            Bylgjulengd 228,8 nm, rauf 4, kadmíum-holkatóðulampi, loft-acetýlbrennari (0.5 x110 mm rauf) með loftgjöf við 60 psi (flóðmælir á 9.0) og acetýlen við 10 psi (flóðmælir á 9.0) þannig að loftstreymi verði 0.8 ml/mín.

b)         Staðallausnir.

            Leysið eitthvert leysanlegt kadmíum-salt í 4% edikssýru þannig, að Cd-magn verði 0.1 mg/ml. Blandið þessa stofnlausn með 4% edikssýru þannig, að mæli­staðlar verði 1, 2, 3 og 4 míkróg Cd/ml.

            Sex ílát af hverju tagi eru rannsökuð. Öll ílátin eru þvegin með venjulegum þvottalegi og skoluð vandlega á eftir með kranavatni og eimuðu vatni. Skolvatni fleygt og ílátin látin þorna. Því næst er hvert ílát fyllt með 4%(W/V) ediksýru þannig, að á því sé ekki meira en 5 mm borð. Rúmmál sýrunnar skal mæla með mæliglasi. Gler er lagt yfir op hvers íláts, en varast ber að láta það snerta yfirborð vökvans. Ílátin skulu standa þannig við stofuhita í 24 klst.

 

Mæling.

            Hrærið í vökvanum og mælið absorbans í áðurnefndu tæki og þynnið lausnina, ef með þarf. Staðlasýni eru mæld á sama hátt og gert línurit yfir absorbans á móti Cd-magni. Magn kadmíums í óþekktu sýni má lesa af línuritinu.

Niðurstöðutölur eru reiknaðar sem míkróg Cd/ml vökva, sbr. Division af Com­pliance Programs, Bureau af Foods, Food & Drug Administration, 30. júní 1971.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica