Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

240/1995

Reglugerð um frádrátt frá skattskyldum tekjum manna vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. - Brottfallin

Reglugerð um frádrátt frá skattskyldum tekjum manna vegna fjárfestingar í atvinnurekstri.

1. gr.

Frá tekjum manna skv. II. kafla laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, má draga:

Fé það sem varið er til aukningar á fjárfestingu á árinu í innlendum atvinnurekstri samkvæmt lögum nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum og ákvæði til bráðabirgða I í 23. gr. laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum, að fullnægðum þeim skilyrðum sem þar greinir.

Fé það sem varið hefur verið til hlutafjáraukningar í hlutafélagi eða til hlutafjárkaupa við stofnun hlutafélags, þ.m.t. kaup á hlutabréfum við fyrstu endursölu í fyrirtæki sem breytt hefur verið í hlutafélag, og heimilt er að flytja á milli ára, sbr. 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis I í 23. gr. laga nr. 111/1992, að fullnægðum þeim skilyrðum sem greinir í þeim lögum og lögum nr. 9/1984.

2. gr.

Fjárhæð umfram frádráttarmörk skv. 1. mgr. ákvæðis til bráðbirgða I í 23. gr. laga nr. 111/1992, er heimilt að flytja milli ára og nýta á næstu fimm árum. Ónýtt frádráttarheimild tekur breytingu í samræmi við breytingar á verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

3. gr.

Frádráttur vegna hlutabréfakaupa miðast við kaup á hlutabréfum í innlendum hlutafélögum, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. og er háður því skilyrði að maður eigi viðkomandi hlutabréf í a.m.k. þrjú ár. Selji hann bréfin innan þess tíma færist nýttur frádráttur til tekna á söluári viðkomandi hlutabréfa. Skal hann framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. frá því ári þegar hann var dreginn frá tekjum til söluárs. Ekki skal þó beita ákvæðum 2. og 3. málsl. um tekjufærslu frádráttar ef maður kaupir önnur hlutabréf í innlendu félagi staðfestu af ríkisskattstjóra í stað hinn seldu innan 30 daga frá söludegi þeirra og kaupverð keyptra hlutabréfa nemur a.m.k. sömu fjárhæð og hinna seldu. Sé kaupverðið lægra skulu ákvæði 2. og 3. málsl. eiga við um mismuninn.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða I í 23. gr. laga nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum og 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 1995 vegna tekna ársins 1994.

Fjármálaráðuneytið, 18. apríl 1995.
Friðrik Sophusson.
Magnús Pétursson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica