Umhverfisráðuneyti

238/1986

Reglugerð um eftirlit með framkvæmd ákvæða laga nr. 85/1968, um eiturefni og hættuleg efni - Brottfallin

I. KAFLI

Skýringar.

1. gr.

Þegar vitnað er til annarra reglugerða í reglugerð þessari, er átt við reglugerðir, sem taldar eru upp í fylgiskjali, eins og þær eru við staðfestingu reglugerðarinnar.

 

II. KAFLI

Eftirlitsaðilar.

2. gr.

Eftirlit með framkvæmd laga um eiturefni og hættuleg efni annast:

a) Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga, sbr. lög nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sbr. og heilbrigðisreglugerð nr. 45/1972 og reglugerð nr. 390/1985 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem valdið getur mengun.

b) Lyfjaeftirlit ríkisins, sbr. lyfjalög nr. 108/1984.

c) Vinnueftirlit ríkisins, sbr. lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum lög nr. 85/1968 og reglugerð nr. 74/1983, um bann við innflutningi og notkun asbests.

d) Eiturefnanefnd, sbr. lög nr. 85/1968, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

e) Héraðslæknar og lögreglustjórar, hver á sínum stað, sbr. lög nr. 109/1984, lög nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu og lög nr. 85/1968, með síðari breytingum og ákvæði reglugerða og erindisbréfa settum samkvæmt lögum þessum.

f) Aðrir, er tilnefndir kunna að verða, sbr. 20. gr. laga nr. 85/1968, sbr. og reglugerð nr. 54/1983.

 

III. KAFLI

Eftirlit einstakra aðila.

A. Hollustuvernd ríkisins og heilbrigðisnefndir.

3. gr.

Heilbrigðisnefndir skulu annast eftirlit með ákvæðum reglugerða, sem settar eru samkvæmt heimild í 16. og 17. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni, varðandi sölu, gerð íláta og umbúða, varnaðarorð eða varnaðarmerki og varðveislu hættulegra efna, sem eru á boðstólum í verslunum. Hollustuvernd ríkisins hefur yfirumsjón með eftirliti heilbrigðis­nefnda samkvæmt reglugerðum þessum. Heilbrigðisnefndir skulu þannig annast eftirlit með eiturefnum, sem heimilt er að selja í verslunum samkvæmt sérstökum ákvæðum, sbr. ákvæði reglugerðar um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna og hættulegra efna.

Heilbrigðisnefndir hafa eftirlit með sölubúðum þeim, er leyfi hafa til þess að selja eiturefni og hættuleg efni til nota í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra sbr. 5. tl. 1. málsgr. 5. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni.


 

4. gr.

Hollustuvernd ríkisins skal, að höfðu samráði við eiturefnanefnd, hafa eftirlit með framkvæmd reglugerða sem settar eru samkvæmt heimild í 15. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni.

Heilbrigðisnefndir skulu fylgjast með notkun nítríta og nítrata í kjötvörum og öðrum sláturafurðum, sbr. ákvæði reglugerðar þar að lútandi og magni lindans og ísómera þess og tiabendazols í tilteknum matjurtum, smjörfitu og smjörlíkisfitu, sbr. ákvæði reglugerðar þar að lútandi.

Heilbrigðisnefndir skulu annast eftirlit með sætuefnum í drykkjarvörum, og pýretrin­samböndum og pýperonylbutoxíði í skreið, sbr. ákvæði reglugerða þar að lútandi.

 

5. gr.

Hollustuvernd ríkisins skal að höfðu samráði við eiturefnanefnd fylgjast með því, að tiltekin eiturefni eða hættuleg efni komi ekki fyrir í nauðsynjavörum eða að magn þessara efna fari yfir leyfilegt hámark. Ef ekki gerist annars þörf skal styðjast við yfirlýsingar framleiðanda eða innflytjanda samkv. bestu vitund um innihald eiturefna og hættulegra efna í tilgreindum varningi, svo sem fegrunar- og snyrtiefnum, matvælum og fóðurvörum, sbr. ákvæði 6. málsgr. 20. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni.

Hollustuvernd ríkisins annast í samráði við eiturefnanefnd efnagreiningu á fegrunar- og snyrtivörum og öðrum varningi ef sérstök ástæða er til þess að ætla að almenningi geti stafað hætta of vegna innihalds eiturefna og hættulegra efna.

Heilbrigðisnefndir skulu hafa eftirlit með innihaldi blýs og kadmíums í matarílátum, sbr. ákvæði reglugerðar um varnir gegn mengun matvæla of völdum blýs og kadmíums í matarílátum.

 

6. gr.

Hollustuvernd ríkisins hefur yfirumsjón með framkvæmd ákvæða reglugerðar um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun nr. 390/1985. Hollustuvernd ríkisins hefur yfirumsjón með framkvæmd reglna um garðúðum nr.

222/1984. Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með tækjabúnaði og geymslu efna hjá þeim sem heimild hafa til garðúðunar.

 

7. gr.

Heilbrigðisnefndir annast eftirlit með notkun sótthreinsunarefna í sundlaugum og við framleiðslu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, sbr. þó ákvæði 2. mgr. 13. gr. Hollustuvernd ríkisins getur að höfðu samráði við eiturefnanefnd og Vinnueftirlit

ríkisins krafist þess, að menn, sem með slík efni fara, hafi áður sótt námskeið til þess að öðlast sérþekkingu í meðferð efnanna.

 

8. gr.

Hollustuvernd ríkisins og eftir atvikum heilbrigðisnefndir skjóta málum til umsagnar Vinnueftirlits ríkisins, Lyfjaeftirlits ríkisins eða eiturefnanefndar.

 

B. Lyfjaeftirlit ríkisins.

9. gr.

Lyfjaeftirlit ríkisins annast eftirlit með lyfjabúðum og undirstofnunum þeirra, lyfjagerð­um og lyfjaheildsölum, sem leyfi hafa til þess að versla með eiturefni og hættuleg efni, sbr. reglugerð um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu hættulegra efna og eiturefna.

 

10. gr.

Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með færslum eiturefna í þar til gerðar sölubækur í lyfjabúðum, lyfjagerðum og lyfjaheildsölum. Í sölubækur skal færa alla sölu á eiturefnum, er greinir á listum I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna og heimilt er að láta úti gegn eiturbeiðnum eða öðrum tilsvarandi, sbr. ákvæði reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa.

Lyfjaeftirlitið hefur ennfremur eftirlit með færslum í sölubækur, er lúta að sölu efna í X, A og B hættuflokkum í fyrirtækjum þessum.

Þau fyrirtæki, er greinir í 1. málsgr. skulu í lok hvers árs senda eiturefnanefnd afrit sölubókar til yfirlits.

 

11. gr.

Óheimilt er að tollafgreiða eiturefni á listum I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna, til lyfjabúða og lyfjaheildsala nema fyrir liggi samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins, sbr. og ákvæði 8. gr. Sömu ákvæði gilda um tollafgreiðslu á eiturefnum og hættulegum efnum til nota í landbúnaði, garðyrkju og til útrýmingar meindýra (efni og efnasamsetningar í X, A, B og C hættuflokkum) til fyrirtækja, er greinir í 3. tölulið 5. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni og fengið hafa skráð slíkar efnasamsetningar (sbr. einnig reglugerð að þessu lútandi).

Lyfjaeftirlit ríkisins skal í lok hvers árs tilkynna eiturefnanefnd um innflutning eiturefna samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.

 

C. Vinnueftirlit ríkisins.

12. gr.

Vinnueftirlit ríkisins annast eftirlit með notkun og meðferð eiturefna og hættulegra efna á vinnustöðum, sbr. IV, V og VIII kafla laga nr. 46/1980.

Vinnueftirlit ríkisins hefur þannig eftirlit með því að ráðstafanir séu gerðar til þess að vernda starfsmenn gegn slysum, eitrunum, sjúkdómum og óhollustu of völdum slíkra efna, sbr. einnig ákvæði 1. málsgr. 20. gr.

Vinnueftirlit ríkisins gefur út leiðbeiningar um framleiðslu, umbúðir áfyllingu, merk­ingu, geymslu, flutning og notkun efna og vara á vinnustöðum, sem geta verið hættuleg, dregið verulega úr öryggi eða lent geta til lakari aðbúnaðar eða hollustuhátta.

Vinnueftirlit ríkisins getur bannað framleiðslu, flutning og notkun eiturefna og hættulegra efna og vara á vinnustöðum. Sama gildir um efni og vöru, þegar ekki liggja fyrir, að mati stofnunarinnar, fullnægjandi upplýsingar um innihald, samsetningu og meðferð og notkun eða vörslu þeirra.

Vinnueftirlit ríkisins skal við útgáfu reglna og leiðbeininga er varða eiturefni og hættuleg efni hafa samráð við viðkomandi heilbrigðisyfirvöld og/eða aðra sérfróða aðila, sem um slík mál fjalla, sbr. 3. málsgr. 51. gr. laga nr. 46/1980. Sama gildir ef Vinnueftirlit ríkisins ráðgerir að banna framleiðslu, flutning eða notkun eiturefna og hættulegra efna eða vara.

 

13. gr.

Vinnueftirlit ríkisins skal hafa eftirlit með öryggisráðstöfunum við framleiðslu, geymslu og notkun eiturefna og hættulegra efna í fyrirtækjum til að hindra að slík efni geti vegna bilunar eða óhapps borist út í umhverfið, þannig að hætta stafi af.

 

14. gr.

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með því að fullnægjandi ráðstafanir séu gerðar til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna við förgun eiturefna og hættulegra efna.

 

15. gr.

Óheimilt er að tollafgreiða eiturefni á listanum I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna til annarra en lyfjabúða og lyfjaheildsala, nema fyrir liggi heimild Vinnueftirlits ríkisins. Sömu ákvæði gilda um tollafgreiðslu á eiturefnum og hættulegum efnum til nota í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra (efni og efnasamsetn­ingar í X, A, B og C hættuflokkum) til verslana, sem greinir í 5 tölulið 5. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni (sbr. einnig reglugerð að þessu lútandi).

Ef um er að ræða eiturefni, sem nota á í fyrirtækjum er falla undir ákvæði 2. tl. 1. málsgr. 5. gr. laga nr. 85/1968, er innflutningur efnanna óheimill nema Vinnueftirlit ríkisins hafi samþykkt notkun þeirra í hlutaðeigandi fyrirtækjum, sbr. og ákvæði 16. og 17. gr.

Vinnueftirlit ríkisins skal tilkynna eiturefnanefnd og Hollustuvernd ríkisins um innflutn­ing eiturefna samkvæmt ákvæðum þessarar greinar jafnóðum og harm er heimilaður.

16. gr.

Vinnueftirlit ríkisins skal hafa eftirlit með því að forstöðumenn efnagerða, efnaverk­smiðja og annarra fyrirtækja greini frá því, hver eiturefni eru notuð við rekstur fyrirtækj­anna, sbr. 2. tl. 1. málsgr. 5. gr. laga nr. 85/1969, sbr. einnig 78. gr. stafl. G, 93., 94. og 95. gr. laga nr. 46/1980. Vinnueftirlit ríkisins skal halda skrá yfir notkun eiturefna í fyrirtækjum samkvæmt framanskráðu.

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með geymslum þeirra, er leyfi hafa til þess að nota efni og efnasamsetningar í hættuflokkum X og A og með ráðstöfunum til þess að tryggja öryggi og heilsu þeirra starfsmanna, sem fara með efnin.

 

17. gr.

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með framleiðslu eiturefna og hættulegra efna, sbr. 4. gr. laga nr. 85/1968 og 50., 51., og 78. gr. laga nr. 46/1980.

 

18. gr.

Vinnueftirlit ríkisins skýtur, eftir aðstæðum, málum til umsagnar Hollustuverndar ríkisins og eiturefnanefndar.

 

D. Eiturefnanefnd.

19. gr.

Eiturefnanefnd hefur eftirlit með sölu eiturefna og hættulegra efna til nota í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra, sbr. ákvæði reglugerðar um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Eiturefnanefnd hefur ennfremur eftirlit með sölu eiturefna á listum I og II í lyfjabúðum og hliðstæðum fyrirtækjum, sbr. 3. málsgr. 11. gr.

Eiturefnanefnd skal árlega gefa heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og aðilum í samstarfsnefnd, sbr. 31. gr. skýrslu um sölu þeirra efna, er greinir í 1. málsgr.

 

20. gr.

Eiturefnanefnd mælir með útgáfu leyfisskírteina handa iðnaðarmönnum eða öðrum einstaklingum til þess að kaupa og nota eiturefni, sem talin eru á listum I og II í reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna við störf sín (rauð skírteini). Áður en nefndin mælir með slíkum leyfum, skal Vinnueftirlit ríkisins meta vinnuhúsnæði og búnað umsækjanda fullnægjandi, sbr. 3. málsgr. 7. gr. reglugerðar nr. 39/1984.

Nefndin skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins jafnóðum og hún sendir hlutaðeigandi lögreglustjórum meðmæli með leyfisveitingum samkv. ákvæðum reglugerðar nr. 39/1984 um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa.

Nefndin skal halda skrá yfir alla einstaklinga, sem fengið hafa meðmæli hennar til hlutaðeigandi lögreglustjóra, sbr. og 27. gr., um útgáfu þeirra leyfisskírteina, er greinir í 1. málsgr.


 

21. gr.

Eiturefnanefnd mælir með útgáfu leyfisskírteina handa bændum, garðyrkjumönnum, skógræktarmönnum, meindýraeyðum, eða öðrum, er nægilega þekkingu hafa til þess að mega kaupa og nota efni og efnasamsetningar í hættuflokkum X og A, sbr. ákvæði reglu­gerðar um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra (gul og blá skírteini). Áður en nefndin mælir með slíkum leyfum skal leita álits Búnaðarfélags Íslands eða eftir atvikum annarra opinberra aðila og hlutaðeigandi heil­brigðisnefnda.

Nefndin skal tilkynna hlutaðeigandi heilbrigðisfulltrúa og Vinnueftirliti ríkisins jafnóð­um og hún sendir lögreglustjóra meðmæli með leyfisveitingum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra.

Nefndin skal halda skrá yfir alla einstaklinga, sem fengið hafa meðmæli hennar til hlutaðeigandi lögreglustjóra, sbr. og 27. gr. útgáfu þeirra leyfisskírteina, er greinir í 1. málsgr.

 

22. gr.

Eiturefnanefnd veitir umsögn um umsækjendur, er stunda vilja úðun garða í einkaeign eða almenningseign með efnum og efnasamsetningum í X og A hættuflokkum, sbr. ákvæði 6. málsgr. 4. gr. reglugerðar nr. 50/1984 og sbr. og 3. málsgr. 3. gr. og ákvæði reglugerðar nr. 222/1984.

 

23. gr.

Eiturefnanefnd hefur í samráði við Vinnueftirlit ríkisins eftirlit með sölu eiturefna í þeim fyrirtækjum er falla undir ákvæði 2. tl. 1. málsgr. 5. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni og selja eiturefni of birgðum, sem fluttar hafa verið inn til eigin þarfa fyrirtækjanna, sbr. og 2. gr. laga nr. 96/1984 um breyting á lögum um eiturefni og hættuleg efni.

 

24. gr.

Eiturefnanefnd er til ráðuneytis við setningu hvers konar ákvæða er varða eftirlit með lögum um eiturefni og hættuleg efni, sbr. 20. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni.

 

E. Héraðslæknar og lögreglustjórar.

25. gr.

Héraðslæknar skulu hver í sínu héraði gera eftirlitsaðilum viðstöðulaust viðvart, ef þeir telja, að úrskeiðis gangi um rekstur sölubúða í viðkomandi umdæmi, er leyfi hafa til þess að selja eiturefni og hættuleg efni til þess að nota í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra, eða leyfishafi hafi brotið svo of sér, að til greina komi að svipta harm söluleyfi.

Héraðslæknar hafa umsjá hver í sínu héraði með útrýmingarefnum, sem ætluð eru til nota í þágu almennings.

Ef varsla og umsjá slíkra útrýmingarefna er öðrum falin, skal það tilkynnt eiturefna­nefnd og leita samþykkis nefndarinnar í hverju einstöku tilviki.

 

26. gr.

Héraðslæknar hafa eftirlit hver í sínu héraði með förgun eiturefna og hættulegra efna, sbr. 19. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni, að svo miklu leyti sem það fellur ekki undir Hollustuvernd ríkisins eða Vinnueftirlit ríkisins.

 

27. gr.

Lögreglustjórar gefa út eiturbeiðnir, sbr. 1. gr. laga nr. 96/1984 um breytingar á lögum um eiturefni og hættuleg efni.


Nr. 238 482 21. apríl 1986

Lögreglustjórar gefa út leyfisskírteini samkvæmt ákvæðum 7. og 10. gr. reglugerðar um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa, sbr. einnig ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðar um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra (rauð, gul og blá skírteini), sbr. og ákvæði 19. og 20. gr.

28. gr.

Héraðslæknar og lögreglustjórar skjóta málinu til umsagnar eiturefnanefndar eða annarra, er annast eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum, ef tilefni er til.

 

F. Aðrir aðilar.

29. gr.

Ráðherra er heimilt að tilnefna aðra aðila en þá, er greinir að framan, til þess að annast eftirlit með framkvæmd ákvæða laga um eiturefni og hættuleg efni, sbr. 20. gr. laganna. Skal slíkt gert að höfðu samráði við samstarfsnefnd sbr. 30. gr. reglugerðarinnar.

 

G. Flutningur eiturefna og hættulegra efna.

Um flutning eiturefna og hættulegra efna sbr. 18. gr. laga nr. 85/1968 fer samkvæmt reglugerð, sem sett verður að höfðu samráði við hlutaðeigandi eftirlitsyfirvöld.

 

IV. KAFLI

Samstarfsnefnd.

30. gr.

Ráðherra skipar 5 manna samstarfsnefnd, sem í eiga sæti forsvarsmenn Lyfjaeftirlits ríkisins, Hollustuverndar ríkisins, Vinnueftirlits ríkisins og eiturefnanefndar auk eins frá ráðuneytinu, sem jafnframt skal vera formaður. Hlutverk nefndarinnar er að samræma aðgerðir og annast verkaskiptingu í takmarkatilvikum. Nefndin fjallar þannig um ágreining um framkvæmd eftirlitsins og gerir tillögur til ráðherra um framkvæmdina. Nefndin fjallar um reglugerðir sem settar eru samkvæmt heimild í 24. gr. laga nr. 85/1968, um eiturefni og hættuleg efni, og varða eftirlitsskyldu þeirra, sem sæti eiga í nefndinni, áður en þær eru staðfestar.

Ráðherra leitar ennfremur álits nefndarinnar um reglugerðir, sem settar eru samkvæmt heimild í öðrum greinum laga um eiturefni og hættuleg efni eða annarra laga eftir því sem þörf gerist.

 

V. KAFLI

Lokaákvæði.

31. gr.

Um kostnað við eftirlit á vegum Vinnueftirlits ríkisins fer samkvæmt lögum nr. 46/1980, á vegum eiturefnanefndar samkvæmt lögum nr. 85/1968, á vegum Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda samkv. lögum nr. 109/1984 og á vegum Lyfjaeftirlits ríkisins samkvæmt lögum nr. 108/1984.

Þar sem ekki gilda sérákvæði um eftirlitið greiðir ríkissjóður kostnað við eftirlitið sbr. 4. mgr. 20. gr. laga nr. 85/1968.

 

32. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 24. gr. laga nr. 85/1968 um eiturefni og hættuleg efni og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneyti hvað snertir þá þætti, sem Vinnueftirlit ríkisins sér um framkvæmd á, öðlast gildi 1. júlí 1986.


21. apríl 1986 483 Nr. 238 Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 455/1975 með sama heiti með áorðnum breytingum.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 21. apríl 1986.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

Ingimar Sigurðsson.

Fylgiskjal:

 

Lög er varða framkvæmd reglugerðar þessarar:

Lög um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968 með áorðnum breytingum, (nr. 27/1973, nr. 19/1981 og nr. 96/1984).

Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1984. Lyfjalög nr. 108/1984.

Lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit nr. 109/1984. Reglugerðir er varða framkvæmd reglugerðar þessarar, sbr. 1. gr.: Reglugerð um starfssvið og starfshætti eiturefnanefndar nr. 273/1969. Reglugerð um búnað og rekstur lyfjabúða og undirstofnana þeirra nr. 24/1983. Reglugerð um búnað og rekstur lyfjagerða og lyfjaheildsala og eftirlit með þeim nr.

289/1970, sbr. einnig reglugerð nr. 48/1971 og 281/1979.

Reglugerð um notkun og bann við notkun tiltekinna eiturefna nr. 129/1971, sbr. einnig reglugerð nr. 5/1973, nr. 624/1980, nr. 282/1981 og nr. 784/1983 og nr. 90/1986. Reglugerð um útgáfu og afgreiðslu eiturbeiðna og annarra tilsvarandi leyfa nr. 39/1984. Reglugerð um eiturefni og hættuleg efni til nota í landbúnaði og garðyrkju og til

útrýmingar meindýra nr. 50/1984, sbr. einnig reglugerð nr. 213/1984. Heilbrigðisreglugerð nr. 45/1972.

Reglugerð um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara nr. 250/1976, með breytingum nr. 101/1977, 162/1977, 446/1979, 504/1979, 283!1981. 63/1983 og 783/1983.

Reglugerð um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu hættulegra efna nr. 479/1977.

Reglugerð um flokkun eiturefna og hættulegra efna nr. 445/1978, sbr. einnig reglugerð nr. 270/1981 og nr. 357/1982.

Reglugerð um íblöndun nítríta og nítrata í kjöt, kjötvörur og aðrar sláturafurðir nr. 243/1974.

Auglýsing um merkingu nauðsynjavara, sem innihalda eiturefni, hættuleg efni eða önnur skaðleg efni sem geta verið skaðleg heilbrigði manna nr. 147/1985.

Reglugerð um notkun nítríta og formalíns sem rotvarnarefna til geymslu á loðnu og öðrum bræðslufiski nr. 54/1983.

Reglugerð um varnir gegn mengun matvæla of völdum blýs og kadmíums í matarílátum nr. 242/1974.

Erindisbréf heilsugæslulækna nr. 123/1980.

Reglugerð um gerð íláta, merkingu og varnaðarmerki varðandi sölu og varðveislu eiturefna nr. 77/1983.

Reglugerð um bann við innflutningi og notkun asbests nr. 74/1983. Reglur um asbest nr. 77/1983.

Reglugerð um mörk lindans (hexicíð og ísómera þess) og tíabendazóls í tilteknum matjurtum, smjörfitu og smjörlíkisfitu nr. 349/1982.

Reglugerð nr. 283/1981 og nr. 63/1983 um breyting á reglugerð nr. 250/1976. Reglugerð um gerð umbúða og íláta undir lyf nr. 395/1977.

Reglur um garðaúðun nr. 222/1984.

Reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem valdið getur mengun nr. 390/1985.


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica