Viðskiptaráðuneyti

237/1996

Reglugerð um eftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins. - Brottfallin

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/1994 frá 21. mars 1994 skal eftirtalin EB- gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af viðauka II. við EES-samninginn (tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun), bókun 1 (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samningsins:

 

-               Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 339/93 frá 8. febrúar 1993 um eftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá þriðja landi (Stjtíð. EB nr. L 40, 17.2.1993, bls.1).

 

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin sem fela í sér að framangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 339/93 er felld inn í sem liður 3b í kafla XIX, í viðauka II EES-samningsins, er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB og er endurbirt sem fylgiskjal nr. 1 þessarar reglugerðar.

Í fylgiskjali nr. 2 við þessa reglugerð er að finna skýringar á ákvæðum reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 339/93 í samræmi við bókun 1 (um altæka aðlögun), EES-samningsins.

 

3. gr.

Tollyfirvöld framfylgja eftirliti með framleiðsluvöru í samræmi við ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnar (EBE) nr. 339/93. Ennfremur skulu tollyfirvöld við eftirlit samkvæmt þessari reglugerð hafa hliðsjón af innanlandsreglum sem gilda um öryggi framleiðsluvöru og vísað er til í ákvörðun framkvæmdastjórnar (EBE) nr. 93/583/EBE frá 28. júlí 1993 og birt er í fylgiskjali nr. 3 við þessa reglugerð.

Eftirlitsstjórnvöld er hafa eftirlit með vöruflokkum er reglugerð þessi tekur til eru Hollustuvernd ríkisins, Lyfjaeftirlit ríkisins og Löggildingarstofan.

 

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 27. gr. laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 29. mars 1996.

 

Finnur Ingólfsson.

Þorkell Helgason.

 

Fylgiskjal 1

  

Reglugerð (EBE) nr. 339/93 frá 8. febrúar 1993 um eftirlit

með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara

sem fluttar eru inn frá þriðja landi.

 

Fylgiskjal 2

 

Skýringar við reglugerð (EBE) nr. 339/93 frá 8. febrúar 1993 um eftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá þriðja landi í samræmi við bókun 1 (um altæka aðlögun) EES-samningsins.

 

[a)]:         Textinn í inngangsorðum að þeim lagabindandi reglum sem EES-samningurinn fjallar um hefur ekki verið aðlagaður sérstaklega að EES, sbr. bókun 1 við EES-samninginn, en þar er kveðið svo á að inngangurinn hafi eingöngu þýðingu við túlkun allra bindandi lagafyrirmæla er gilda innan EES-samningsins.

[b)]:         Reglugerðin er ekki hluti af EES-samningnum en reglugerðin veitir heimild til þess að fullgilda fyrir EBE sáttmálann um samræmt landamæraeftirlit með vörum sem hér er vísað til.

[c)]:         Í samræmi við bókun 1 við EES-samninginn þá ber að líta svo á að hugtakið „aðildarríki“ taki einnig til EFTA-ríkjanna og ber því að lesa sem „EES-ríki“. Þegar vísað er til svæðis „bandalagsins“ eða „sameiginlega markaðarins“ þá er átt við svæði aðildarríkja að EES-samningnum.

[d)]:         Þegar aðildarríkjum ESB ber að senda upplýsingar til framkvæmdastjórnar EB         þá ber EFTA-ríkjum að senda slíkar upplýsingar til Eftirlitsstofnunar EFTA             (ESA) sem síðan sendir þær til fastanefndar EFTA, sbr. bókun 1, lið 4a, í EES-samningnum, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu              nefndarinnar nr. 2/94 frá 8. febrúar 1994.

[e)]:         Reglugerðin er ekki hluti af EES-samningnum en hún kveður á um gagnkvæma aðstoð tollyfirvalda en sambærileg ákvæði er að finna í bókun 11 við EES-samninginn.

[f)]:          Vísað er til skýringar í [c)] hér að framan.

[g)]:         9. grein reglugerðarinnar skv. orðanna hljóðan á við um nefndaskipan ESB. Samkvæmt bókun 1, lið 2, í EES-samningnum skal 100. gr. samningsins gilda í slíkum tilvikum. Samkvæmt samningnum um fastanefnd EFTA, sbr. 5. gr.                 1. málsgr., þá er fastanefnd EFTA heimilt að skipa undirnefndir sér til aðstoðar.

  

Fylgiskjal 3

 

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 28. júlí 1993 um að semja skrá yfir framleiðsluvörur sem kveðið er á um í 8. gr. reglugerðar ráðsins

(EBE) nr. 339/93 (93/583/EBE).

 

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUBANDALAGANNA HEFUR,

 

með hliðsjón af stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu,

 

með hliðsjón af reglugerð ráðsins (EBE) nr. 339/93 frá 8. febrúar umeftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá þriðja landi, einkum 8. gr. (1),

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

Í reglugerð (EBE) nr. 339/93 er mælt fyrir um að framkvæmdastjórnin semji skrá yfir framleiðsluvörur sem nánar er fjallað um í öðrum undirlið 2. gr., í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 9. gr.

 

Skráin skal samin og uppfærð á grundvelli reynslu og/eða reglna um öryggi framleiðsluvara og innan gildissviðs bandalagsreglna.

Komið hefur í ljós í kjölfar undirbúningsvinnu sem tengist þeirri reglugerð og í kjölfar vinnu vegna afnáms eftirlits við innri landamæri að aðildarríkin leggja ríka áherslu á að farið sé eftir reglum um öryggi framleiðsluvara að því er varðar leikföng, lyf og matvæli.

 

Leikföng eru framleiðsluvörur sem beinast að tiltölulega berskjölduðum hópi neytenda sem viðhafa ekki, miðað við vanalega hegðun barna, þá,,almennu gætni" sem fullorðnir neytendur sýna.

 

Lyf og matvæli eru framleiðsluvörur sem hafa beinust áhrif á heilsu notenda þeirra við neyslu.

 

Því er nauðsynlegt að tilgreina leikföng, lyf og matvæli í skrá yfir framleiðsluvörur sem nánar er kveðið á um í öðrum undirlið 2. gr. reglugerðar (EBE) nr. 339/93.

 

Ráðstafanirnar sem kveðið er á um í þessari ákvörðun eru í samræmi við álit nefndarinnar sem um getur í 9. gr. áðurnefndrar reglugerðar.

 

SAMÞYKKT ÁKVÖRÐUN ÞESSA:

1. gr.

Í skránni yfir framleiðsluvörur sem nánar er kveðið á um í öðrum undirlið 2. gr. reglugerðar (EBE) nr. 339/93 skulu koma fram eftirfarandi flokkar framleiðsluvara:

-               leikföng,

-               lyf sem eru ætluð mönnum,

-               dýralyf,

-               matvæli,

 

sem kveðið er á um í reglum bandalagsins þar sem vísað er til helstu ákvæða þeirra í upplýsingaskyni í viðauka við þessa ákvörðun.

 

2. gr.

Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um ákvæði sem þau samþykkja til framkvæmdar ákvörðun þessari innan eins mánaðar frá

birtingu hennar.

 

Framkvæmdastjórnin skal tilkynna öðrum aðildarríkjum um þessi ákvæði.

 

3. gr.

Ákvörðun þessari er beint til aðildarríkjanna.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica