Innanríkisráðuneyti

236/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

3. gr. breytist þannig:

  1. Á eftir ákvæði 03.04 (4) bætist við nýtt ákvæði, 03.04 (5), sem orðast svo:
    Samgöngustofa getur veitt undanþágu frá lið 03.04 (4)b á grundvelli þess að að ekki sé unnt að fá útgefið vottorð sem áskilið er samkvæmt ákvæðinu. Þegar undanþága er veitt skal Samgöngustofa meta hvort ökutæki fullnægi kröfum til skráningarviðurkenningar. Matið skal fara fram í samræmi við verklagsreglur sem Samgöngustofa setur um undanþágu samkvæmt ákvæði þessu.
  2. Á eftir ákvæði 03.05 (4) bætist við nýtt ákvæði, 03.05 (5), sem orðast svo:
    Samgöngustofa getur veitt undanþágu frá lið 03.05 (4)b á grundvelli þess að að ekki sé unnt að fá útgefið vottorð sem áskilið er samkvæmt ákvæðinu. Þegar undanþága er veitt skal Samgöngustofa meta hvort ökutæki fullnægi kröfum til skráningarviðurkenningar. Matið skal fara fram í samræmi við verklagsreglur sem Samgöngustofa setur um undanþágu samkvæmt ákvæði þessu.
  3. Ákvæði 03.05 (5) verður 03.05 (6).
  4. Á eftir ákvæði 03.12, með fyrirsögninni "Hópbifreið", bætist við nýtt ákvæði, 03.20, með fyrirsögninni Bifhjól, sem orðast svo:
    Þegar skráning á bifhjóli er viðurkennd skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. liðum 03.04 (4)b og 03.05 (4)b. Kröfu um búnað skal uppfylla samkvæmt reglugerð þessari eftir því sem við á.

2. gr.

5. gr. breytist þannig:

Síðari málsliður ákvæðis 05.10 (8) orðast svo:

Samgöngustofa getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði þegar um búslóðaflutning er að ræða og innflytjandi hefur verið eigandi bifreiðarinnar í a.m.k. 6 mánuði samkvæmt skráningarskírteini fyrra ríkis.

3. gr.

7. gr. breytist þannig:

  1. Á eftir liðnum "Notkun" í ákvæði 07.01 (18) um varúðarljós bætast við tveir nýir liðir. Koma þeir á eftir liðnum "- unnið er við björgunarstörf, þ.m.t. drátt ökutækis." og orðast svo:
    - unnið er að lögbundnu eftirliti á vegum.
    - unnið er að aðstoð í kjölfar umferðarslysa og umferðaróhappa.
  2. Á eftir liðnum "Staðsetning" í ákvæði 07.01 (20) um þokuafturljós, skal eftirfarandi 2. mgr. falla brott:
    "Fjarlægð milli lýsandi flata þokuafturljóskers og hemlaljóskers skal vera a.m.k. 100 mm."
  3. Á eftir ákvæði 07.13 (1) bætist við nýtt ákvæði, 07.13 (2), sem orðast svo:
    Heimilt er að sendibifreið sé búin auðkenningarborðum og glitmerkingu.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 4. mars 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica