Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

151/1984

Reglugerð um ráðstöfunarfé vistmanna á dvalarstofnunum aldraðra - Brottfallin

REGLUGERÐ

um ráóstöfunarfé vistmanna á dvalarstofnunum aldraðra.

1. gr.

Ráðstöfunarfé aldraðra, sem vistaðir eru á dvalarheimilum aldraðra og engar tekjur hafa aðrar en lífeyri almannatrygginga hækkar þannig að mánaðarupphæð sú, sem í gildi er í marsmánuði 1984, hækkar og verður 1 989,00 kr. á mánuði.

Ráðstöfunarfé aldraðra, sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum og hjúkrunardeildum fyrir aldraða og engar tekjur hafa aðrar en lífeyri almannatrygginga hækkar þannig að mánaðarupphæð sú, sem í gildi er í marsmánuði 1984, verður kr. 1 750,00.

2. gr.

Fjárhæðir skv. 1. gr. reglugerðar þessarar breytast eftir sömu reglum og fjárhæðir bóta almannatrygginga, sbr. 79. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 26. gr. laga um málefni aldraðra nr. 91/1982, sbr. ákvæði 2. til bráðabirgða sömu laga, og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 286/1983.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 9. mars 1984.

Matthías Bjarnason.

Jón Ingimarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica