Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

340/1992

Reglugerð um ferliverk - Brottfallin

REGLUGERÐ

um ferliverk.

1. gr.

Með ferliverkum er átt við þá læknismeðferð sem sjúklingum er veitt á læknastofum eða á sjúkrahúsum og krefst ekki innlagnar á sjúkradeild nema í undantekningartilvikum.

Með læknismeðferð er hér m.a. átt við skoðanir, rannsóknir, lyfja- og geislameðferð svo og skurðlækningar.

2. gr.

Fyrir ferliverk, sbr 1. gr., greiðir sjúklingur gjald í samræmi við reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu og gildir þá einu þótt næturdvöl kunni að reynast nauðsynleg í einstökum tilvikum. Ferliverk eru ekki gjaldskyld í þessu sambandi þegar þau eru veitt sjúklingi sem liggur á sjúkrahúsi af öðrum orsökum.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 43. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar með síðari breytingum, öðlast gildi 1. október 1992.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 9. september 1992.

Sighvatur-Björgvinsson.

Dögg Pálsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica