Samgönguráðuneyti

230/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995 með síðari breytingum.

1. gr.

3. gr. breytist þannig að við bætist nýtt viðvörunarmerki:
(Nýtt viðvörunarmerki)

A11.38 Hreindýr Merki þetta má nota til að vara við lausagöngu hreindýra á vegsvæði þar sem umferð er mikil og að jafnaði hröð.


2. gr.

5. gr. breytist þannig:

B18.xx Takmarkaður ásþungiÁ merkið skal letra mesta leyfilega þunga á ás með fjórum hjólum. Þyngd áss með tveimur hjólum og þyngd á tví- og þríás skal vera í samræmi við reglur um þyngd ökutækja. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið 18.05.


3. gr.

9. gr. breytist þannig að við bætist nýtt upplýsingamerki:
(Nýtt upplýsingamerki)

D01.33 Bifreiðastæði fyrir fólksbifreiðirMerki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð fólksbifreiðum.


4. gr.

11. gr. breytist þannig:
(Ný þjónustumerki)

E02 Almenn þjónusta og ábendingar.
E02.46 OrlofshúsahverfiMerki þetta vísar á þyrpingu orlofshúsa samtaka eða einstaklinga. Húsin eru almennt ekki boðin ferðafólki til leigu.


E02.48 Viti

Merki þetta vísar á aðkomuleið að vita.


E02.59 Athyglisverður staður innanhúss

Merki þetta er notað þar sem ástæða þykir til að benda vegfarendum á athyglisverða staði innanhúss sem eru opnir almenningi, aðra en þá sem eru merktir með sérstöku tákni.


E02.66 Fuglaskoðun

Merki þetta vísar á stað sem hentugur er til fuglaskoðunar.


E02.67 SelaláturMerki þetta vísar á stað þar sem útsýni er yfir selalátur.


E06.61 Aðgangur að neti

Merki þetta vísar á stað þar sem boðið er upp á aðgang að tölvu með nettengingu.


E07.22 SkeiðvöllurMerki þetta vísar á skeiðvöll.


E07.23 Hesthúsahverfi

Merki þetta vísar á hesthúsahverfi.


E09.16 FiskihöfnMerki þetta vísar á hafnarsvæði þar sem fiskiskip landa afla sínum.


E07.65 Fjórhjól til leiguMerki þetta vísar á stað þar sem fjórhjól eru til leigu.


E07.55 SkotsvæðiMerki þetta vísar á svæði sem er ætlað til skotæfinga.


E08.58 Ferðamannafjós

Merki þetta vísar á býli þar sem gestum gefst kostur á að skoða kýr í fjósi.


E08.81 TónlistarflutningurMerkið vísar á stað þar sem er tónlistarhátíð eða þar sem tónlistarflutningur fer fram.


E09.15 VöruhöfnMerki þetta vísar á hafnarsvæði til vöruflutninga.


5. gr.

13. gr. breytist þannig að við bætist nýr vegvísir.
(Nýr vegvísir)

F12.31 Staðarleiðarvísir

Merki þetta má setja við veg til nánari upplýsinga fyrir vegfarendur um staði og þjónustu. Nöfn staða eru með hvítum stöfum. Vegalengdir og viðeigandi þjónustutákn eru sett við hvern stað.


Helsta þjónustustarfsemi staðarins er gjarnan sýnd með stærra merki en önnur þjónusta.


Er dæmi um fyrirtækjamerki sem má setja á eftir nafni staðar eða með þjónustumerkjum. Þetta tiltekna merki er merki ferðaþjónustu bænda.



6. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 79. og 84. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 2. febrúar 2005.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica