Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

230/2001

Reglugerð um fyrstu (1.) breytingu á reglugerð um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota nr. 212/1998. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. orðist svo:
Þegar um er að ræða lyf, sem falla undir ákvæði laga og reglugerða um ávana- og fíkniefni og talin eru á listum N-I, N-II, N-III og N–IV í alþjóðasamningi um ávana- og fíknilyf (Convention on Narcotic Drugs 1961) og á listum P-I, P-II og P-III í alþjóðasamningi um ávana- og fíkniefni (Convention on Psychotropic Substances 1971), sem Ísland er aðili að, gildir eftirfarandi um innflutning þeirra.

Einstaklingum, með búsetu í landi sem er aðili að Schengen-samningnum, er heimilt að flytja með sér lyf, sbr. 1. mgr., til eigin nota og ávísað hefur verið á lögmætan hátt til allt að 30 daga notkunar, skv. ákvæði 75. gr. Schengen-samningsins, sbr. einnig ákvæði gildandi reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

Sama gildir um einstaklinga með búsetu utan Schengen, nema þeim er einungis heimilt að flytja með sér lyf til 14 daga notkunar.

Óheimilt er að flytja inn með pósti lyf samkvæmt þessum ákvæðum.


2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 23. mars 2001.

Ingibjörg Pálmadóttir.
Ingolf J. Petersen.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica