Umhverfisráðuneyti

230/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 291/1995, um veiðikort og hæfnispróf veiðimanna.

1. gr.

                Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

                Þeir sem hafa skotvopnaleyfi eða eru handhafar veiðiréttar eða hlunninda skv. 18. gr. laga nr. 64/1994, eiga rétt á veiðikorti skv. 4. gr. án þess að taka veiðipróf sæki þeir um slíkt fyrir 1. maí 1996. Að öðrum kosti gilda um þá ákvæði 9. gr. reglugerðarinnar.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

 

Umhverfisráðuneytinu, 16. apríl 1996.

 

Guðmundur Bjarnason.

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica