Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

485/1995

Reglugerð um tekjutryggingu samkvæmt logum um almannatryggingar nr. 117/1993. - Brottfallin

Reglugerð um tekjutryggingu samkvæmt logum um almannatryggingar nr. 117/1993.

1. gr. - Skilyrði greiðslu tekjutryggingar.

Tekjutrygging greiðist þeim sem fá greiddan ellilífeyri svo og örorku- eða slysalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins og eiga logheimili hér á landi eða í ríki sem Ísland hefur gert samninga við á sviði almannatrygginga.

Óskert tekjutrygging greiðist þeim sem átt hafa logheimili hér á landi a.m.k. 40 almanaksár frá 16 - 67 ára aldurs, sbr. þó 2. og 3. gr. Sé um skemmri tíma að ræða greiðist tekjutrygging í hlutfalli við lögheimilistímann.

Við ákvörðun logheimilistíma örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega skal reikna með tímann fram til 67 ára aldurs.

2. gr. - Tekjutrygging elli- og sjómannalífeyrisþega.

f tekjur ellilífeyrisþega fara ekki fram úr 217 319 kr. á ári skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 285 276 kr. á ári. Hafi bótaþegi tekjur umfram 217 319 kr. á ári skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru.

3. gr. - Tekjutrygging örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

Ef tekjur örorkulífeyrisþega fara ekki fram úr 217 319 kr. á ari skal greiða uppbót á lífeyri hans að upphæð 293.268 kr. á ari. Hafi bótaþegi tekjur umfram 217 319 kr. á ari skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru.

4. gr. - Tekjutrygging hjóna og sambúðarfólks.

Hjónum, sem bæði njóta elli- eða örorkulífeyris, en hafa sameiginlega aðrar tekjur en bætur almannatrygginga sem fara ekki fram úr 304 246 kr. á ári, skal greiða uppbót sem nemur tvöfaldri tekjutryggingu einstaklings eftir því sem við á. Hafi hjón sameiginlega hins vegar tekjur umfram 304 246 kr. á ári skal skerða uppbótina um 45% þeirra tekna sem umfram eru.

Nú nýtur aðeins annað hjóna elli- eða örorkulífeyris, en hitt ekki, og skal þá helmingur samanlagðra tekna þeirra teljast tekjur lífeyrisþegans og að öðru leiti farið með uppbót hans sem tekjutryggingu einhleypings.

Sama rétt til bóta og hjón hafa einnig karl og kona sem eru í óvígðri sambúð er skráð hefur verið í þjóðskrá lengur en eitt ár eða ef þau hafa átt barn saman eða konan er þunguð af hans völdum, enda sé óvígð sambúð þeirra skráð í þjóðskrá. Sameiginlegt logheimili eða sambúð eftir öðrum ótvíræðum gögnum lengur en eitt ár skal lagt að jöfnu við skráningu sambúðar í þjóðskrá. Slíkt sambúðarfólk öðlast aldrei meiri rétt en þau hefðu haft ef þau væru hjón.

5. gr. - Tekjur úr lífeyrissjóðum.

Tekjur úr lífeyrissjóði, allt að 98 376 kr. á ári hjá einhleypingi eða 137 736 kr. á ári hjá hjónum eða sambúðarfólki, sbr. 4. gr., reiknast ekki inn í framangreindar viðmiðunartekjur. Nú nýtur aðeins annar maki eða sambúðaraðili lífeyris og reiknast þá tekjur úr lífeyrissjoði allt að 196 752 kr. á ari ekki inn í viðmiðunartekjur.

Til lífeyrissjóðstekna í þessu sambandi teljast greiðslur úr lífeyrissjóðum, sem starfa eftir reglum sem fjarmálaráðherra samþykkir og háðir eru eftirliti fjármálaráðuneytisins, sbr. 9. gr. laga nr. 113/1990.

6. gr. - Tekjuhugtakið og aðrar frádráttarbærar tekjur.

Allar skattskyldar tekjur skal taka til viðmiðunar við ákvörðun tekjutryggingar, að frádregnum bótum almannatrygginga og húsaleigubótum sveitarfélaga.

Frádráttarbærar tekjur við ákvörðun tekjuskattsstofns, svo sem vextir, verðbætur og gengishagnaður, hafa ekki áhrif á viðmiðun tekjuskattsstofns.

7. gr. - Tekjur erlendis frá.

Tekjur, sem bótaþegi fær greiddar erlendis frá, skal taka til viðmiðunar við ákvörðun tekjutryggingar, að því marki sem slíkar tekjur hefðu áhrif á ákvörðun tekjutryggingar, væri þeirra aflað hérlendis. Auk þess er heimilt að skerða greiðslur vegna bóta erlendis frá og sem eru fyrir sama tímabil og bætur frá Tryggingastofnun ríkisins.

8. gr. - Eignatekjur.

Eignir hafa ekki áhrif á útreikning tekjutryggingar, ef þær skila engum tekjum, sem skattskyldar teljast. Hafa skal þó hliðsjón af því hvort eignum bótaþega hafi verið ráðstafað með þeim hætti að tekjur falli niður og þannig hafi skapast tölulegur grundvöllur hækkunar.

9. gr. - Ákvörðun tekna og tekjuyfirlýsing.

Við ákvörðun tekna, samkvæmt reglugerð þessari, skal fara eftir nýjustu upplýsingum, sem skattayfirvöld geta látið í té, enda geti umsækjandi eða Tryggingastofnunin ekki fært sönnur á nýrri upplýsingar.

Nú hættir elli- eða örorkulífeyrisþegi vinnu eða missir á annan hátt tekjur, sem hafa komið í veg fyrir að hann fengi hækkun uppbótar samkvæmt þessari reglugerð, og skal hann þá, eftir því sem við verður komið, færa sönnur á tekjulækkunina og gefa skriflega yfirlýsingu um hana. Er þá heimilt að taka tillit til tekjulækkunarinnar, en komi síðar í ljós að gefnar voru rangar upplýsingar eða tekjur hafa hækkað aftur, skal of greiðslan endurheimt.

10. gr. - Endurskoðun bótaupphæða.

Ákvarðaðar bætur samkvæmt þessari reglugerð skal endurskoða árlega með tilliti til breytinga á tekjum bótaþega. Hinar nýju ákvarðanir skulu gilda frá 1. september ár hvert.

Hafi um breytingu tekna verið að ræða, er heimilt að láta hina nýju ákvörðun gilda aftur í tímann allt að tveimur árum. Grundvöll bótaréttar má endurskoða hvenær sem er og samræma bætur þeim breytingum sem orðið hafa.

11. gr. - Úrskurðir og kæra til tryggingaráðs.

Lífeyristryggingadeild úrskurðar um vafatilfelli og ágreiningsmál vegna tekjutryggingar og skal þá gæta ákvæða stjórnsýslulaga.

Úrskurðir lífeyristryggingadeildar eru kæranlegir til tryggingaráðs.

12. gr. - Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. og 18. gr. laga nr. 117/1993 með síðari breytingu og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir samkvæmt 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 351/1977. Fjarhæðir í reglugerð þessari breytast í samræmi við reglur 18. og 65. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 5. september 1995.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Páll Sigurðsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica