Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

221/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

1. gr.

Ný 14. gr. orðast svo:
Landbúnaðarráðherra getur að fengnum meðmælum yfirdýralæknis, veitt undanþágu frá litarmerkingu búfjár séu sérstakar aðstæður fyrir hendi.

2. gr.

14. gr. reglugerðar nr. 200/1998 verður 15. gr.

3. gr.

Reglugerð, þessi sem sett er skv. heimild í XI. kafla laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, staðfestist hér með og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 21. mars 2002.

Guðni Ágústsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.