Matvælaráðuneyti

218/2024

Reglugerð um (22.) breytingu á reglugerð nr. 580/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 90. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/393 frá 26. janúar 2024 um breytingu á II., IV., IX. og X. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404 að því er varðar skrárnar yfir þriðju lönd eða yfirráðasvæði eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af tilteknum hóf- og klaufdýrum og kímefnum úr þeim frá Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Breska konungsríkinu til Sambandsins og um leiðréttingu á V. og XXII. viðauka við hana að því er varðar skrána yfir þriðju lönd eða yfirráðasvæði eða svæði þeirra sem hafa heimild til að flytja inn sendingar af alifuglum og kímefnum úr þeim til Sambandsins og til umflutnings sendinga um Breska konungsríkið sem eru upprunnar í Sambandinu og fara þangað aftur.

 

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðin sem nefnd er í 1. gr. er birt á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 10/2024.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 15. febrúar 2024.

 

Katrín Jakobsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica