Velferðarráðuneyti

216/2016

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs.

1. gr.

Við 2. mgr. 29. gr. bætist nýr stafliður sem orðast svo:

  g) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/110/ESB um breytingu á tilskipun 2004/33/EB að því er varðar viðmiðanir fyrir tímabundna frávísun gjafa blóðeininga sem gefa á öðrum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. og 50. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, og 37. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 23. febrúar 2016.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica