Samgönguráðuneyti

216/1982

Reglugerð um heimasmíði loftfara

Efnisyfirlit:

1. gr.

Orðaskýringar.

2.gr.

Gildissvið.

3. gr.

Almennt.

4. gr.

Hlutverk Íslandsdeildar EAA.

5. gr.

Umsókn.

6. gr.

Kröfur um lofthæfi.

7. gr.

Sérstakar hæfnikröfur.

8. gr.

Kröfur um greinargerð.

9. gr.

Merkingar-skilti.

10. gr.

Prófanir.

11. gr.

Kröfur um skjalagögn.

12. gr.

Takmarkanir á starfrækslu.

13. gr.

Skoðanir.

14. gr.

Lofthæfiskírteini og skráning.

15. gr.

Viðhald.

16. gr.

Framsal.

17. gr.

Skírteiniskröfur fyrir flugmann.

18. gr.

Refsingar.

19. gr.

Gildistaka.

1. Orðaskýringar.

1.1. Þegar eftirfarandi orð eru notuð í þessari reglugerð hafa þau merkingu þá sem hér segir.

a) EAA (Experimental Aircraft Association) : Alþjóðleg samtök áhugamanna um heimasmíði loftfara.

b) FAR (Federal Aviation Regulations): Reglugerðir bandarísku flugmálastjórnarinnar.

c) Flugvél (Aeroplane): Vélknúið loftfar, þyngra en loft, sem helst á flugi aðallega vegna verkana loftsins á vængfleti sem eru óhreyfanlegir meðan á tilteknum þætti flugs stendur.

d) Þyrilvængja (Rotocraft): Loftfar, þyngra en loft, sem helst á flugi aðallega vegna lyftikrafts sem einn eða fleiri þyrlar framleiða.

e) Þyrla (Helicopter): Þyrilvængja sem heldur láréttu flugi aðallega fyrir tilverkan hreyfilknúinna þyrla.

f) Loftfar (Aircraft): Sérhvert það tæki, sem haldist getur á flugi vegna verkana loftsins, annarra en loftpúðaáhrifa við yfirborð jarðar.

g) Meðalloft (Standard atmosphere): Alþjóðlega skilgreint meðalástand lofthjúps jarðar.

2. Gildissvið.

2.1. Reglur þessar gilda um heimasmíði loftfara, þó ekki svifflugna, þegar einstaklingur eða hópur manna fæst við slíkt án þess að gera það í hagnaðarskyni.

2.2. Starfseminni er ætlað að örva áhuga manna á smíði og endursmíði loftfara

bæði sem tómstundaiðju og námi.

3. Almennt.

3.1. Heimasmíði loftfara má einungis framkvæma í samræmi við á ákvæði reglugerðar þessarar. Tilkynna skal loftferðaeftirlitinu áður en smíði hefst.

3.2. Með heimasmíði loftfara er átt við:

a ) Nýsmíði léttra loftfara eftir eigin hönnunargögnum eða eftir gögnum sem áður hafa verið samþykkt samkvæmt reglugerð þessari á Íslandi eða í öðru landi.

b) Breytingu á samþykktu heimasmíðuðu loftfari eða öðru léttu loftfari sem fellur undir normalflokk eftir hönnunargögnum smiðsins, sent samþykkt hafa verið samkvæmt reglugerð þessari eða eftir öðrum gögnum sem hafa verið samþykkt samkvæmt reglugerð þessari á Íslandi eða í öðru landi og notuð hafa verið við slíka endursmíði.

c) Lagfæringu á ónothæfu heimasmíðuðu loftfari eða lagfæringu á öðru ólofthæfu eldra loftfari eftir gögnum samþykktum samkvæmt reglugerð þessari og með þeim takmörkunum sem loftferðaeftirlitið ákveður í hverju einstöku tilviki.

Ath. 1. Í reglugerð þessari er með léttum loftförum átt við loftför sem um

gildir að mesti leyfilegi flugtaksþungi fari ekki fram úr 1000 kg. Loftferðaeftirlitið getur þó veitt undanþágur frá því ákvæði.

Með öðru loftfari er átt við loftfar sem frá flugtæknilegu/flugsöguIegu sjónarmiði er talið sérstaklega áhugvert. Með öðru eldra loftfari átt við loftfar sem framleitt var fyrir a.m.k. 30 árum og hentar þessari starfsemi.

3.3. Loftferðaeftirlitið ákveður í hverju einstöku tilviki fyrir sig hvort samsetning á aðkeyptum eða á annan hátt framleiddum smíðaeiningum skuli telja heimasmíði loftfars.

Ath. Til þess að loftfar sé talið heimasmíði verður hlutaðeigandi aðili að hafa smíðað a.m.k. helming þess.

3.4. Heimasmíðað loftfar samkv. lið 3.2. er talið til tilraunaflokks.

3.5. Umsækjandi um heimasmíði loftfars skal standa straum af kostnaði loftferðaeftirlitsins Þar að lútandi.

4. Hlutverk Íslandsdeildar EAA eða annarra sérstaklega samþykktra kunnáttumanna.

4.1. Íslandsdeild EAA eða öðrum kunnáttumönnum sem sérstaklega hafa verið samþykktir af loftferðaeftirliti, ber að

a ) athuga skilyrði fyrir leyfi til heimasmíði og gögn um lofthæfi heimasmíðaðs loftfars og skýra loftferðaeftirliti frá áliti sínu.

b) aðstoða smið og fylgjast með starfseminni, ef smiður óskar þess, og að öðru leyti hjálpa til þess að heimasmíði samkvæmt þessum reglum fari fram á tryggilegan hátt frá lofthæfissjónarmiði

5. Umsókn.

5.1. Loftferðaeftirlitið veitir leyfi til heimasmíði loftfars eftir að því hefur borist umsókn frá hlutaðeigandi aðilja og eftir að Íslandsdeild EAA eða hinir sérstaklega samþykktu kunnáttumenn hafa yfirfarið umsóknina og mælt með henni. Gildistími leyfis er venjulega fimm ár.

5.2. Með umsókn skal fylgja tegundarlýsing loftfarsins.

6. Kröfur um lofthæfi.

6.1. Hönnun.

6.1.1 Heimasmíðað loftfar með fylgibúnaði skal fullnægja fyrirmælum um styrkleika sem loftferðaeftirlitið tekur gild og notar til viðmiðunar.

6.1.2 Hreyfill og skrúfa sem ein heild skulu vera tegundarviðurkennd eða viðurkennd sérstaklega, hvort um sig, í samræmi við kröfur sem loftferðaeftirlitið tekur gildar og notar til viðmiðunar.

6.1.3 Ísetning hreyfils skal, að því er varðar brunavarnir, fullnægja kröfum í FAR PART 23:1183-1193 um flugvélar og FAR PART 27:1183-1193 um þyrilvængjur og að því er varðar blöndungshitun fullnægja kröfum FAR PART 23:1093-1097 um flugvélar og FAR PART 27:1093 fyrir þyrilvængjur.

6.1.4 Eldsneytiskerfið skal fullnægja kröfum í FAR PART 23:951, 23:954-959, 23:963, 23:965 (1) og 23:967-999 um flugvélar og FAR PART 27:951, 27:954-959, 27:963, 27:965 (L) og 27:969-999) fyrir þyrilvængjur.

6.1.5 Hönnunargögn sem í öðru landi hafa verið notuð við heimasmíði, samkvæmt lið 3.2 a) og b) að framan, eru tekin gild hér til heimasmíði með því skilyrði að þau fullnægi lofthæfikröfum þeim sem fram koma í undirliðum 6. gr. Þar að auki verður að vera hægt að sanna að góð reynsla sé af þessari tegund loftfars og hún hafi flogið a.m.k. 150 flugtíma samanlagt, þar af þarf eitt loftfar af tegundinni að hafa flogið a.m.k. 50 klst. Ef tegundin er með hreyfli og skrúfu, sem saman hata ekki hlotið tegundarviðurkenningu, þarf eitt slíkt loftfar að hata flogið a.m.k. 75 klst.

6.2. Viðhald.

6.2.1 Fyrir loftför með fylgibúnaði skulu vera tiltækir viðhaldsleiðarvísar og leiðbeiningar um framkvæmd viðhaldsins.

6.3. Afköst.

6.3.1 Klifurgeta í meðallofti við yfirborð sjávar, þegar flugvélin er í flugtaksham (take-off configuration) og með mestu leyfilegu flugtaksþyngd, skal vera a.m.k. 300 fet á mínútu fyrir flugvélar.

Fyrir þyrilvængjur aðrar en þyrlur skal klifurgetan í minnsta lagi vera samsvarandi klifri í hlutfallinu 1:6. Fyrir þyrlur skal ákveða besta klifurhraða vy í meðallofti við yfirborð sjávar, mesta leyfilega flugtaksþyngd og mestu stöðug afköst.

6.4. Búnaður.

6.4.1 Loftfar skal hata a.m.k. eftirfarandi tæki og búnað:

a ) hraðamæli,

b ) hæðarmæli,

c) seguláttavita,

d) snúningsmæli fyrir hreyfil og þyril,

e.) olíuþrýstimæli (gildir ekki fyrir tvígengishreyfil),

f) olíuhitamæli (gildir ekki fyrir tvígengishreyfil),

g) eldsneytismæli fyrir sérhvern aðalgeymi,

h) stöðumæli fyrir lendingarbúnað, ef loftfarið hefur inndrægan lendingarbúnað,

i ) öryggisbelti og axlaólar.

j) ofrisvara í loftförum sem geta ofrisið,

k ) handslökkvitæki,

l) sjúkrakassa,

m) sjálfvirkan neyðarsendi (ELT/ELBA).

7. Sérstakar hæfnikröfur.

7.1. Suða.

7.1.1 Suða, rafsuða og logsuða á ýmsum hlutum í heimasmíðað loftfar skal leyst af hendi af lærðum suðumanni. Sá sem tekur þátt í heimasmíði loftfars, getur þó, ef hann gengst undir hæfnipróf og stenst það. fengið leyfi til þeirrar suðu sem prófið gefur tilefni til.

7.2. Líming.

7.2.1 Gera skal tilraunalímingar á þeim smíðishlutum loftfars sem settir eru saman með límingu.

7.2.2 Slíka tilraunabúta skal merkja og geyma, þar sem smíðin fer fram, þar til henni er lokið og lofthæfiskírteini fengið.

8. Kröfur um greinargerð.

8.1. Varðveita skal gögn, er varða heimasmíðina til þess að kanna megi gæði, upplýsingar um innkaup á því hráefni, sem notað var, stöðluðum einingum sent öðrum hlutum.

9. Merkingar-skilti.

9.1. Merkja skal heimasmíðað loftfar með þjóðernis- og skrásetningarstöfum auk einkennisplötu, skv. gildandi reglugerð. Skrásetningarstafir skulu látnir í té þegar prófanir á jörðu hefjast.

9.2. Heimasmíðað loftfar og hlutir þess, svo sem hreyflar, skrúfur, hjálpartæki o.s.frv., skulu merkt með framleiðsluskilti og auk þess með orðinu HEIMASMÍÐI - - EXPERIMENTAL.

Ath. Framleiðslunúmers skal getið í leyfi til heimasmíðinnar.

9.3. Setja skal orðið HEIMASMÍÐI með a.m.k. 50 mm háum og greinilegum prentstöfum og án nokkurs skrauts utan á loftfarið nálægt inngöngudyrum (eða öðru samsvarandi).

9.4. Í heimasmíðuðu loftfari skal vera skilti með eftirfarandi texta, vel læsilegum fyrir flugmann:

Virða skal takmarkanir í starfsemi samkvæmt flughandbók, skiltum og merkingum.

9.5. Í heimasmíðuðu loftfari skal vera skilti með eftirfarandi texta, vel læsilegum fyrir flugmann og farþega:

VIÐVÖRUN

Loftfarið er heimasmíðað og fullnægir ekki nauðsynlegum

kröfum um lofthæfi fyrir normalflokk.

Ath. Textann á skiltum, samkvæmt 9.4 og 9.5 að framan, má hata á einu og sama skilti.

10. Prófanir.

10.l. Prófanir á jörðu.

10.1.1 Eftir að heimasmíði er lokið skulu fara fram prófanir á jörðu eftir tiltekinni áætlun. Gera skal grein fyrir árangri þessara prófana við eftirlitsmenn loftferðaeftirlitsins.

10.2. Flugprófun.

10.2.l Drög að flugprófunaráætlun ásamt greinargerð flugmanns skal leggja fyrir Íslandsdeild EAA eða hina sérstaklega samþykktu kunnáttumenn til athugunar og samþykkis áður en hún er lögð fyrir loftferðaeftirlit sem veitir heimild til flugprófana.

10.2.2 Flugprófunaráætlun skal fyrir flugvél með tegundarviðurkenndum hreyfli ná yfir a.m.k. 50 klst. og fyrir flugvél með sérstaklega viðurkenndum hreyfli/ skrúfusamstæðu vera í minnsta lagi 75 tímar. Fyrir þyrilvængjur skal flugprófunaráætlun vera a.m.k. 75 tímar.

11. Kröfur um skjalagögn.

11.1. Flugdagbók loftfars, viðhaldsskrá.

11.1.1 Eftir að heimasmíði lýkur og prófanir í jörðu hafa farið fram samkvæmt lið 10.1 að framan skal fanga frá flugdagbók loftfars, viðhaldsskrá fyrir loftfarið ásamt vigtunargögnum og hleðsluleiðbeiningum.

11.2. Viðhaldsgögn.

11.2.1 Viðhalds- og skoðunarfyrirmæli auk leiðbeininga um framkvæmd daglegra og annarra lotubundinna skoðana og viðhalds skulu vera tiltæk.

11.3. Flughandbók.

11.3.1 Flughandbók og gátlisti (check-list) skulu vera tiltæk og hafa að geyma viðeigandi texta samkvæmt 12. gr.

12. Takmarkanir í starfrækslu.

12.1. Heimasmíðað loftfar er einungis viðurkennt til flugs á Íslandi. Ef nota á loftfarið í öðru landi skal áður sækja um leyti til loftferðayfirvalda hlutaðeigandi lands.

12.2. Heimasmíðað loftfar má einungis nota til einkaflugs.

12.3. Loftferðaeftirlitið getur takmarkað notkun heimasmíðaðs loftfars um vissan tíma eða til langframa, t.d. að fljúga megi einungis yfir tiltekið landsvæði, að ekki megi taka farþega o.s.frv. Þessar takmarkanir á notkun skal færa inn í flughandbókina og setja upp skilti á hentugan stað í loftfarinu ef svo er ákveðið.

13. Skoðanir.

13.1. Heimasmíðað loftfar skal skoða af Íslandsdeild EAA eða sérstaklega samþykktum kunnáttumönnum og loftferðaeftirliti meðan á smíði stendur, eftir því sem smiður, Íslandsdeild EAA eða kunnáttumenn og loftferðaeftirlit koma sér saman um.

14. Lofthæfiskírteini og skráning.

14.1. Umsókn um lofthæfiskírteini skal leggja fyrir loftferðaeftirlitið.

15. Viðhald.

15.1. Smiður loftfarsins, flugvéltæknir eða flugvélaverkstæði mega sjá um viðhald á heimasmíðuðu loftfari.

15.2. Eigandi heimasmíðaðs loftfars, sem hann hefur ekki smíðað sjálfur, má sjá uni viðhald að fengnu leyti loftferðaefiirlitsins. Eigandi verður að geta sýnt fram á að hann hafi til að bera þá þekkingu á loftfarinu, sent krafist er, og að öðru leyti sýna fram á að hann geti suð um viðhaldið. Að öðrum kosti getur eigandi fengið fyrir sig þann smið, sem sá um smíði loftfarsins ef sá hefur fullnægjandi aðstöðu, flugvéltækni eða flugvélaverkstæði, til að sjá um viðhaldið.

15.3. Viðhald, sem ekki er hægt að líkja við skoðun á heimasmíðuðu loftfari (t.d. stærri viðgerðir) og ekki er framkvæmt af flugvélaverkstæði eða öðrum aðilja sem loftferðaeftirlitið hefur viðurkennt, skal framkvæmt á þann hátt sem þessi reglugerð ákveður um heimasmíðuð loftför.

15.4. Grannskoðun (overhaul) á hreyfli má, ef hún fer ekki fram á flugvélaverkstæði, framkvæma af þeim aðilja sem hefur fengið sérstakt leyfi til þess, með því skilyrði að eftirfarandi sé tiltækt til þess að gera skoðunina rétt.

a) vinnugögn framleiðandans (eða annað sambærilegt),

b) verkfæri og prófunartæki,

c) hentugt húsnæði,

d) kunnátta og verkleg þekking.

15.5. Viðhald á fjarskipta- og tækjabúnaði í heimasmíðuðu loftfari skal fara fram samkvæmt gildandi reglum um önnur loftför.

16. Framsal.

16.1. Ef til þess kemur að heimasmíðað loftfar gengur kaupum og sölum, meðan það er í smíðum, skal leggja inn nýja umsókn um leyfi til heimasmíði, samkvæmt 5. gr., og með henni skal fylgja fullkomin greinargerð um hversu langt smíðin er komin.

l7. Skírteiniskröfur fyrir flugmenn.

17.1. Flugmaður heimasmíðaðs loftfars skal hafa í minnsta lagi gilt einkaflugmannsskírteini sem nær yfir þá gerð og þann flokk sem loftfarið telst til.

18. Refsingar.

18.1. Brot á reglugerð þessari varða refsingu samkvæmt XIII. kafla laga nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir.

19. Gildistaka.

19.1. Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 34 21. maí 1964 um loftferðir, staðfestist hér með til að öðlast gildi 1. júlí 1982 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, er hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 1. apríl 1982.

Steingrímur Hermannsson.

Birgir Guðjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica