Fjármálaráðuneyti

215/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 515/1996, um skráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, með síðari breytingum.

1. gr.

3. málsl. 3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Þyki eðlilegt að starfsemin hafi ekki skilað tekjum innan þess tíma getur skattstjóri veitt aðila áframhaldandi skráningu til allt að tíu ára, mest tvö ár í senn.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "sex" í 2. mgr. kemur: tólf.
  2. 3. mgr. orðast svo: Trygging skal á hverjum tíma nægja til greiðslu útskatts, sbr. 1. mgr. 9. gr. og til greiðslu á leiðréttum innskatti, sbr. 2. mgr. 9. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 13. mars 2006.

Árni M. Mathiesen.

Baldur Guðlaugsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica