Fjármálaráðuneyti

814/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 205/1998 um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 205/1998 um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

1. gr.

2. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ÁTVR heimilt að lækka tímabundið smásöluverð vöru sem felld hefur verið úr kjarna, sbr. 15. gr. og mánaðarflokki, sbr. 17. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 63/1969, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 25. nóvember 1999.

F. h. r.

Árni Kolbeinsson.

Maríanna Jónasdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica