Fjármálaráðuneyti

171/1984

Reglugerð um flokkun bygginga og annarra mannvirkja til fyrningar - Brottfallin

REGLUGERÐ

um flokkun bygginga og annarra mannvirkja til fyrninga.

1. gr.

Fyrning mannvirkja, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar, skal vera árlegur hundraðshluti af fyrningargrunni einstakra eigna sem hér segir:

a.       Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera 2%:

1. Íbúðarhúsnæði

2. Skrifstofubyggingar

3. Verslunarbyggingar

  1. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera 4%:

1. Verksmiðjubyggingar

2. Verkstæðisbyggingar

3. Vörugeymslubyggingar

4. Gisti- og veitingahús

5. Útihús á bújörðum

6. Hvers konar önnur mannvirki og hús, notuð til atvinnurekstrar, sem ekki eru talin annars staðar í reglugerð þessari

  1. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera 6%:

1. Dráttarbrautir

2. Loðdýrabú og tilheyrandi girðingar

3. Lýsis-, olíu- og vatnsgeymar

4. Ræktun á bújörðum

  1. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera 8%:

1. Bryggjur og plön þeim tengd

2. Gróðurhús

  1. Af eftirtöldum mannvirkjum skal árleg fyrning vera 10%:

1. Borholur

2. Raflínur

3. Vinnubúðir, óvaranlegar

Ekki skiptir máli í sambandi við ákvörðun fyrningarhlutfalls úr hvaða byggingarefni mannvirki er gert.

2. gr.

Þegar notkun einstakra eigna er þannig háttað að þær falla ekki undir sama fyrningarhlutfall skal fyrningargrunni þeirra skipt eftir notkun, þó þannig að sé eign notuð að 3/4 hlutum eða meira til sömu starfsemi skal eignin í heild háð sama fyrningarhlutfalli. Sé hluti eignar ekki fyrnanlegur skal ætíð lækka stofnverð eignarinnar um hinn ófyrnanlega hluta eftir stærðarhlutföllum. Við skiptingu á fyrningargrunni bygginga skal í þessu sambandi miðað við fasteignamat einstakra byggingarhluta eða við rúmmál liggi fasteignamat þeirra ekki fyrir.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. tl. 38. gr. laga nr. 75/1981, sbr. lög nr. 8/1984, öðlast þegar gildi og skal koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983 og eigna í lok þess árs.

Fjármálaráðuneytið, 30. mars 1984.

Albert Guðmundsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica