Heilbrigðisráðuneyti

203/2019

Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð nr. 313/2013 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

1. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga í eftirfarandi ATC-flokkum:

  1. A 02 BC (prótónpumpuhemlar).
  2. C 10 A (lyf til temprunar á blóðfitu).
  3. M 05 B (lyf sem hafa áhrif á beinbyggingu og beinmyndun).
  4. N 05 A (geðrofslyf (neuroleptica(antipsychotica)).
  5. N 06 AB (sérhæfðir serótónín endurupptökuhemlar).
  6. N 06 AX (önnur þunglyndislyf).

Hagkvæmustu pakkningar í flokkum A 02 BC, C 10 A, N 06 AB og N 06 AX eru metnar út frá verði á einingu á pakkningu og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda skammtað lyfjaform á greiðsluþátttökuverði:

  1. 58 kr. eða lægra í flokki A 02 BC.
  2. 39 kr. eða lægra í flokki C 10 A.
  3. 83 kr. eða lægra í flokkum N 06 AB og N 06 AX.

Hagkvæmustu pakkningar í flokknum M 05 B eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti í pakkningu og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda dagskammta á greiðsluþátttökuverði 47 kr. eða lægra.

Hagkvæmustu pakkningar í flokknum N 05 A eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti í pakkningu skammtaðra lyfjaforma og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda dagskammta á greiðsluþátttökuverði 623 kr. eða lægra.

Sjúkratryggingar taka ekki þátt í greiðslu annarra lyfja í framangreindum lyfjaflokkum en er þó heimilt að samþykkja greiðsluþátttöku og gefa út lyfjaskírteini skv. 11. gr.

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu lyfja í ATC-flokknum J01 (sýklalyf (antibacterials)) fyrir börn yngri en 18 ára, en þá er greitt skv. 4. gr. Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að samþykkja greiðsluþátttöku í sýklalyfjum fyrir einstaklinga 18 ára og eldri og gefa út lyfjaskírteini skv. 11. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, með síðari breytingum, og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. mars 2019.

Heilbrigðisráðuneytinu, 20. febrúar 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica