Fjármálaráðuneyti

71/1993

Reglugerð um undanþágu frá virðisaukaskatti vegna innflutnings á prentuðu máli. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um undanþágu frá virðisaukaskatti vegna innflutnings

á prentuðu máli.

1. gr.

Skýrslur, upplýsingarit, bækur og önnur prentuð gögn, sem berast frá útlöndum án endurgjalds, til vísindastofnana, bókasafna eða annarra opinberra stofnana, skulu undanþegin virðisaukaskatti.

2. gr.

Skýrslur, upplýsingarit, bækur og önnur prentuð gögn, sem berast frá útlöndum án endurgjalds, til annarra aðila en um getur í 1. gr., skulu undanþegin virðisaukaskatti, enda fari FOB-verð sendingar í íslenskum krónum ekki yfir jafnvirði 33 SDR.

3. gr.

Heimilt er að krefja innflytjendur eða viðtakendur prentaðs máls um þær upplýsingar sem nauðsynlegar þykja til að staðfesta að skilyrði 1. og 2. gr. séu uppfyllt.

4. gr.

Ágreiningi sem upp kann að rísa um framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerðar þessarar má vísa til fjármálaráðuneytis til úrskurðar.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 36. gr. laga nr. 50/1988. með áorðnum breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 22. febrúar 1993.

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Jón H. Steingrímsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica