Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

6/1966

Reglugerð um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum.

1. gr.

Af vörum, sem eru undanþegnar tollum samkvæmt reglugerð þessari falla einnig niður önnur aðflutningsgjöld, söluskattur við innflutning og einkasölugjöld.

2. gr.

Áfengi og tóbaksvörur.

Við komu til landsins er ferðamönnum og áhöfnum heimilt að hafa meðferðis

án greiðslu aðflutningsgjalda eftirtalið magn af áfengi og tóbaksvörum:

 

Áfengi þó

ekki yfir 47%

styrkleika.

Tóbak,

öl

1. Ferðamenn

3/4 lítra. Auk

þess 1 líter af

víni undir 21 %

styrkleika.

200 stk. vindl-

ingar eða 250 gr.

annað tóbak.

ekkert.

2. Skipverjar á íslenzkum skipum, sem

eru lengur í ferð en 20 daga

(Skipstjóra, I. vélstjóra og bryta er

heimill jafnstór aukaskammtur til

risnu um borð).

2X3/4 lítra.

400 stk. vindlingar eða tilsvarandi magn ann-

að tóbak.

48 fl.

3. Skipverjar á erlendum skipum og

þeim íslenzku skipum, sem eru 20

daga eða skemur i ferð

(Skipstjóra, I. vélstjóra og bryta er

heimill jafnstór aukaskammtur til

risnu um borð).

3/4 lítra.

200 stk. vindlingar eða tilsvarandi magn ann-

að tóbak.

24 fl.

4. Flugáhafnir

3/8 lítra.

60 stk. vindlingar eða tilsvarandi magn ann-

að tóbak.

ekkert.

Í þessu sambandi reiknast hver vindill vega 5 gr., hver smávindill 2.5 gr. og hver vindlingur 1.25 gr.

Ef skip, sem er í utanlandssiglingum, dvelur hér við land lengur en 7 daga samfleytt, má gefa skipverjum undan innsigli 200 stk. af vindlingum eða tilsvarandi magn af öðru tóbaki til hverra 7 daga. Skipstjóri yfirvélstjóri og bryti skulu, vegna risnu, fá tvöfaldan tóbaksskammt þann, sem að framan greinir.

Frekari ívilnanir varðandi áfengi og tóbak fá skipverjar ekki.

Skipverjum og flugliðum erlendra farartækja er óheimilt að hafa með sér í land úr farartæki sínu annað eða meira af hinum tollfrjálsa varningi, en hæfilegan dagskammt af tóbaksvörum við hverja landgöngu.

Ákvæði þessi gilda, að því er áfengi varðar, ekki fyrir menn, sem eru undir 21 árs aldri og að því er varðar tóbak ekki fyrir þá, sem eru undir 16 ára aldri. Menn njóta eigi undanþágu, nema þeir sanni aldur sinn með framvísun nafnskírteinis eða á annan hátt, ef tollgæzlumaður krefst þess.

3. gr.

Ferðabúnaður og annar farangur.

Ferðamönnum, búsettum erlendis, er heimilt að hafa með sér til landsins án greiðslu aðflutningsgjalda, til eigin nota á ferðalaginu, íverufatnað, sængurföt, viðleguútbúnað og annan ferðabúnað, að því tilskildu, að varningur þessi geti talizt hæfilegur og eðlilegur miðað við tilgang ferðalagsins, dvalartíma viðkomandi hérlendis og hagi hans að öðru leyti, og enn fremur að varningurinn verði fluttur úr landi við brottför eigandans að svo miklu leyti, sem hann eyðist ekki hérlendis.

Ferðamönnum, búsettum hér á landi, er heimilt að hafa með sér, án greiðslu aðflutningsgjalda, fatnað og ferðabúnað, sem þeir hafa haft með sér héðan til útlanda og auk þess varning fenginn erlendis í ferðinni, eða um borð í skipi eða flugvél annan en þann, sem talinn er undir 2. gr. - fyrir allt að 5000 krónur að smásöluverði. Andvirði annarra vara en fatnaðar má þó ekki vera meira en helmingur þessarar upphæðar og andvirði matvæla (þar með talið sælgæti) ekki nema tíundi hluti hennar. Börn yngri en 12 ára njóta ekki réttinda til innflutnings gjaldskyldra vara án greiðslu aðflutningsgjalda.

Skipverjar og flugliðar innlendra farartækja mega hafa með sér, án greiðslu aðflutningsgjalda varning slíkan, sem greinir f næstu málsgrein hér á undan, fyrir allt að kr. 2500.00 við hverja komu til landsins, enda hafi þeir verið lengur i ferð en 20 daga. Tilsvarandi undanþága fyrir þá, sem skemur hafa verið i burtu er kr. 1000.00 við hverja komu.

4. gr.

Innflutningsbann og takmarkanir.

Ákvæði þessi veita ekki undanþágu frá innflutningsbanni eða innflutningshömlum, sem kunna að vera á ýmsum vörutegundum af varúðarráðstöfunum.

Innflutningur, samkv. þessari reglugerð, er því m. a. bannaður á:

1. Ósoðnum kjötvörum og öðrum sláturafurðum.

2. Eggjum og hvers konar afurðum alifugla.

3. Smjöri.

4. Lyfjum umfram þau, sem eru til persónulegra nota viðkomandi ferðamanns.

5. Útvarps- og sjónvarpstækjum.

6. Skotvopnum.

5. gr.

Ýmis ákvæði.

Tollundanþága samkvæmt ákvæðum þessum gildir einungis um varning, sem er fluttur inn til persónulegra nota

viðkomandi eða fjölskyldu hans eða til smágjafa.

Séu vörur, sem tollafgreiddar hafa verið með undanþágu samkvæmt reglugerð þessari, seldar eða boðnar til sölu án þess að aðflutningsgjöld hafi áður verið greidd, varðar það refsingu samkvæmt 38. gr. laga nr. 68 frá 1956.

Undanþága samkvæmt reglugerð þessari nær ekki til hluta af verði munar, sem er í heild dýrari en nemur hámarki heimillar undanþágu hvers ferðamanns samkvæmt 2. og 3. málsgr. 3. gr.

Undanþága samkvæmt 2. og 3. gr. tekur einungis til varnings, sem viðkomandi ferðamenn hafa i eigin vörzlum við komu frá útlöndum og framvísa við tollgæzlumenn þegar við komu af skipsfjöl eða úr flugvél, sem flytur þá til landsins.

6. gr.

Framvísunarskylda o. fl.

Allar tollundanþágur samkvæmt reglugerð þessari eru bundnar því skilyrði, að viðkomandi ferðamaður eða farmaður framvísi vörum sínum skilvíslega fyrir tollgæzlumönnum á þann hátt, sem reglur tollgæzlunnar mæla fyrir um. Vilji farmaður flytja vörurnar i land úr farartæki sínu, skal það gert á þeim tíma, sem tollgæzlan ákveður og undir tolleftirliti. Fari varningur fram úr hámarki því, sem leyfilegt er samkvæmt reglugerð þessari, og honum er ekki framvísað til tollgreiðslu, verður litið á þann innflutning sem óleyfilegan og hann upptækur ger til ríkissjóðs.

Heimilt er tollgæzlunni að setja ákveðið hámark fyrir leyfðan tollfrjálsan innflutning tiltekinna vörutegunda í háum tollflokkum innan þeirra marka, sem að öðru leyti eru sett í reglum þessum.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild f 4. og 5. tölulið 2. gr. tollskrárlaga nr. 7 29. apríl 1963 og 1. gr. laga nr. 102/1965, um breyting á þeim lögum, tekur gildi 1. marz 1966 og er þá jafnframt úr gildi numin 59. gr. reglugerðar nr. 41 13. marz 1957, um tollheimtu og tolleftirlit.

Fjármálaráðuneytið, 25. janúar 1966.

Magnús Jónsson.

Björn Hermannsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica