Fjármálaráðuneyti

43/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 254/1993, um vörugjald af ökutækjum,

með síðari breytingum.

1. gr.

4. tölul. 23. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Innheimta skal vörugjald af leigubifreiðum til fólksflutninga í samræmi við eftirfarandi flokka:

Flokkur

I

II

III

Bensínvélar

0-1.600

1.601-2.500

yfir 2.500

Dísilvélar

0-2.100

2.101-3.000

yfir 3.000

Gjald í %

14

16

21

Skilyrði lækkunar vörugjalds af leigubifreið eru að kaupandi hennar hafi atvinnuleyfi til leiguaksturs fólksbifreiða og hafi akstur hennar að aðalatvinnu. Umsækjandi telst hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu ef hann uppfyllir skilyrði 1. og 3. tölul. 1. mgr. 24. gr.

2. gr.

24. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Lækkun vörugjalds af leigubifreiðum er háð eftirfarandi skilyrðum:

1.             Umsækjandi hafi atvinnuleyfi til leigubifreiðaaksturs, skv. lögum um leigubifreiðar og leggi fram vottorð því til staðfestingar.

2.             Umsækjandi njóti ekki eftirgjafar vegna annarrar leigubifreiðar.

3.             Umsækjandi undirriti yfirlýsingu þess efnis að hann skuldbindi sig til þess að endurgreiða eftirgefið vörugjald að fullu, með verðbótum í samræmi við 2. mgr. 26. gr., hafi hann ekki að lágmarki 1.164.000 kr. í reiknað endurgjald af leiguakstri, sbr. 2. mgr. 1. tölul. a-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, annað af næstu tveimur heilu almanaksárum eftir að eftirgjöf er veitt og að bifreiðin verði skráð sem leigubifreið í ökutækjaskrá.

Að loknum þremur árum frá eftirgjöf ber þeim er eftirgjafar nýtur að senda viðkomandi tollstjóra staðfest endurrit af skattskýrslum næstu tveggja heilu almanaksára eftir að eftirgjöf var veitt. Berist tollstjóra ekki framangreind skattframtöl skal hann innheimta eftirgefið vörugjald að fullu með verðbótum í samræmi við 2. mgr. 26. gr.

Kvöð samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. skal þinglýst á viðkomandi bifreið. Óheimilt er að afmá kvöðina nema skilyrði 1. og 2. mgr. eða 4. mgr. hafi verið uppfyllt og tollstjóri gefið út vottorð því til staðfestingar.

Selji sá sem notið hefur eftirgjafar bifreiðina innan þriggja ára, eða taki hana til annarrar notkunar en leiguaksturs, skal hann endurgreiða eftirgefið vörugjald með verðbótum í samræmi við 2. mgr. 26. gr. Uppfylli hann skilyrði 3. tölul. 24. gr. skal, um endurgreiðslu eftirgefins vörugjalds, fara eftir ákvæðum 26. gr.

3. gr.

2. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 20. janúar 1999.

F. h. r.

Árni Kolbeinsson.

Tómas N. Möller.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica