Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

198/1974

Hafnarreglugerð fyrir Drangsnes við Steingrímsfjörð.

I. KAFLI TAKMÖRK HAFNARINNAR

1. gr.

Höfnin takmarkast af línu, sem hugast dregin frá Helganestá í stefnu á Heiðarbæ, að vestan, að austan af línu, sem hugsast dregin frá Bælishöfða frá stefnu á Smáhamra og að sunnan ræður siglingaleið í stefnu á Hólmavík, mörkum hafnarinnar.

II. KAFLI STJÓRN HAFNARINNAR

2. gr.

Hafnarnefnd hefur á hendi stjórn og rekstur hafnarinnar undir yfirumsjón þess ráðuneytis, sem fer með stjórn hafnamála hverju sinni.

Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps kýs á fyrsta fundi sínum 5 manna hafnarnefnd og jafnmarga til vara og skipar formann hennar og varaformann. Boðar formaður til funda í hafnarnefnd og stýrir þeim.

Kjörtímabil hafnarnefndar skal vera hið sama og hreppsnefndar. Hafnarnefnd hefur á hendi framkvæmd hafnarmála og eftirlit með höfninni, sér um viðhald og endurbætur á höfninni, og stýrir öllum framkvæmdum, er þar að lúta.

Haldið skal sérstakt reiknishald fyrir hafnarsjóð og skal hafnarnefnd annast það. Reikningar hafnarsjóðs skulu fylgja hreppsreikningum og endurskoðast ásamt þeim.

3. gr.

Til aðstoðar hafnarnefnd við daglegan rekstur hafnarinnar skal hafnarnefnd ráða hafnarstjóra og svo marga starfsmenn aðra, sem þurfa þykir, og setur þeim erindisbréf. Daglegan rekstur, framkvæmdir, eftirlit og umsjón annast hafnarstjóri í samráði við hafnarnefnd.

Allan ráðningar hafnarstarfsmanna eru háðar samþykki hreppsnefndar, en hafnarnefnd getur sagt þeim upp eða vikið þeim frá, án þess að til þurfi að koma samþykki.

III. KAFLI UM ALMENNA REGLU

4. gr.

Skip telst í reglugerð þessari hvert fljótandi far.

5. gr.

Sérhver skipstjóri, sem á skipi sínu kemur í höfnina, að bryggju eða að hafnarbakka, skal gæta fyllsta öryggis í allri umferð í höfninni. Hann skal vera kunnugur ákvæðum reglugerðar hafnarinnar, svo og skipshöfn hans öll.

6. gr.

Hafnarstjóri sér um að gætt sé reglu í höfninni og á landi hennar. Er öllum skylt að hlýða boði hans og banni, svo og þeirra manna, er settir eru til að gæta reglu. Þyki einhverjum sér óréttur ger of starfsmönnum hafnarinnar, getur hann kært fyrir hafnarnefnd, en skipun starfsmannsins ber að hlýða þegar í stað.

Starfsmenn hafnarinnar skulu gæta allrar kurteisi í starfi sinu.

7. gr.

Þeim, sem ekkert lögmætt erindi eiga er óheimilt að dvelja á landi hafnarinnar, tálmi þeir með því fermingu eða affermingu eða önnur störf, sem þar eru unnin. Banna má ónauðsynlegan akstur hvers kyns ökutækja um bryggjur og hafnarbakka.

8. gr.

Skylt er að gæta ýtrustu varúðar i meðferð opins elds og óbyrgðra ljósa i skipum í höfninni. Hið sama gildir um tóbaksreykingar og ber, ef þurfa þykir, að banna þær á þeim stöðum, þar sem um eldhættu gæti verið að ræða (sjá 25. gr.).

9. gr.

Ekki má kasta í höfnina, á bryggjur eða hafnarbakka, kjölfestu, ösku, fiski, fiskúrgangi, veiðarfærum, trossum, vírum, matarleifum, umbúðum eða neins konar rusli. Allt þess háttar skal flutt á þann stað, sem hafnarvörður vísar til.

Ekki má láta olíur eða vatn mengað olíu, renna í höfnina, á hafnarmannvirki eða á þilfar skipsins.

10. gr.

Notkun skotvopna er bönnuð innan takmarka hafnarinnar. Þá er bannað að blása í skipsflautur eða lúðra innan hafnarinnar frá kl. 24.00 að kveldi til kl. 07.00 að morgni, nema nauðsyn krefji.

IV. KAFLI UM LEGU SKIPA Í HÖFNINNI OG AFGREIÐSLU ÞEIRRA

11. gr.

Þegar skip leitar hafnar, skal skipstjóri eða umboðsmaður skipsins tafarlaust snúa sér til hafnarvarðar, er vísar honum á legustað fyrir skipið.

Venjulega skal heimila skipum að leggjast að bryggjum eða bólvirkjum í þeirri röð, er þau koma til hafnarinnar. Þó skal farþegaskipum, sem sigla eftir fyrir fram auglýstum áætlunum, leyft að leggjast að bryggjum, þótt önnur skip liggi þar fyrir. Skulu þau þá víkja, sé það nauðsynlegt að dómi hafnarvarðar.

Leggist skipið að hafnarmannvirki, skulu landfestar bundnar, þar sem starfsmenn hafnarinnar segja til um. Sé fermingu eða affermingu skips eigi haldið áfram með hæfilegum hraða, að áliti hafnarvarðar, ber því að víkja fyrir öðrum skipum, ef harm krefst þess. Enn fremur getur hafnarnefnd eða umboðsmaður hennar vísað skipum frá bryggjum og bólvirkjum, álíti hann það nauðsynlegt vegna veðurs.

12. gr.

Ef sjúkdómur er á skipinu eða ástæða þykir til að ætla að sótthætta geti stafað of því, ber hafnarverði að sjá um að fylgt sé þeim reglum, sem settar eru í lögum um varnir gegn því að næmir sjúkdómar berist til Íslands.

13. gr.

Skip, sem ekki er verið að ferma eða afferma, eða ekki er unnið við, mega aldrei liggja þannig í höfninni, að þau tálmi vinnu við önnur skip og skal skylt að hlýða boðum starfsmanna hafnarinnar um það, hvert þau skuli flutt. Ef ekki er orðið við boðum starfsmanna hafnarinnar í þessum efnum, er heimilt að færa skipið á kostnað eiganda.

14. gr.

Sé nauðsynlegt talið að skipum, sem fermd eru eða affermd, sé lagt hverju við hliðina á öðru, er heimilt að flytja farm skipa, er utar liggja yfir þilfar hinna. Skipshöfn og farþegum þeirra skipa, sem utar liggja, er einnig heimil nauðsynleg umferð um þilför þeirra skipa, er nær liggja.

15. gr.

Í sérhverju skipi, sem ekki hefur leyfi hafnarvarðar til að liggja mannlaust á höfninni, skal jafnan vera a. m. k. einn maður, er getur tekið við fyrirskipunum frá starfsmönnum hafnarinnar og framkvæmt þær í samræmi við það, sem reglugerð þessi býður.

16. gr.

Eigi má festa skipum við hafnarbakka eða bryggjur nema við festarhringa eða festarstólpa, að tilvísun hafnarvarðar. Séu landfestar úr járni, skulu þær klæddar þar sem þær hvíla á hafnarbakkanum eða bryggjunni. Festum skal þannig komið fyrir, að þær hindri sem minnst umferð á bryggju eða hafnarbakka og skulu festar auðkenndar með veifum eða öðrum varúðarmerkjum. Þyki hafnarverði þessa ekki nægilega gætt, getur hann krafist þess, að bætt sé úr því tafarlaust.

Skylt er að hafa hlífar milli skips og hafnarbakka eða bryggju, óski hafnarvörður þess.

17. gr.

Skip mega ekki láta vélarnar ganga af svo miklu afli, að öðrum skipum eða hafnarmannvirkjum stafi af því hætta.

18. gr.

Ef skip lendir á grynningum og sekkur eða strandar, þar sem það að á1iti hafnarnefndar tálmar greiðri notkun hafnarinnar eða umferð um hafnarsvæðið, veldur óæskilegum áhrifum á innsiglingu til hafnarinnar eða óprýði, skal fjarlægja það svo fljótt sem við verður komið. Verði dráttur á því má hafnarstjóri láta færa skipið burt á kostnað eiganda og er honum, ef nauðsyn krefur, heimilt að láta selja skipið til lúkningar kostnaðinum.

19. gr.

Áður en kjölfesta er flutt á skip eða úr skipi, skal hafnarverði gert viðvart og ákveður hann þá hvar losun eða lestun kjölfestunnar fer fram.

Við losun eða lestun á kjölfestu, landi, kolum og öðru þess háttar, er skylt að hafa nægilega tryggar hlífar á milli skipsins og hafnarbakka, bryggjunnar eða bátanna, að ekkert falli fyrir borð. Sé þessa eigi gætt, getur hafnarvörður stöðvað verkið, uns umbætur hafa farið fram.

Skipstjóri skal sjá um, að kjölfesta sú, sem flutt hefur verið á land úr skipi hans, sé þegar i stað flutt burt of löndunarstaðnum þangað, sem hafnarvörður vísar til.

20. gr.

Þegar lokið er fermingu eða affermingu skal eigandi skips láta hreinsa bryggju þá eða hafnarbakka, sem notuð hafa verið, sé þess talin þörf. Farist það fyrir, skal hafnarstjóri sjá um að það sé gert, en eigandi farms eða skips greiði þann kostnað, er af því leiðir. Kostnaðinn má taka lögtaki hjá eiganda farms eða skips.

21. gr.

Þær vörur, sem ferma skal eða afferma, svo og tæki þau, sem notuð eru við fermingu eða affermingu, mega ekki liggja á bryggjum eða bólvirkjum og eigi annars staðar á landi hafnarinnar en á þeim stöðum, sem ætlaðir eru til geymslu, nema með sérstöku leyfi hafnarvarðar. Skal flytja burt muni þessa og vörur jafnskjótt og kann krefst þess.

V. KAFLI UM SKIP, SEM LAGT ER Í LÆGI

22. gr.

Skipum má leggja í lægi á höfnina með sérstöku leyfi hafnarstjóra, sé það gert undir umsjón hafnarvarðar, sem ákveður legustaðinn, legufærin og fyrirkomulag allt, er varðar lagningu skipsins.

23. gr.

Meðan skip liggur mannlaust í lægi á höfninni, skal ekki sjaldnar en á viku frest fara út það til að lita eftir hvort legufæri eða annað hefur farið úr lagi eða bilað. Ef svo reynist skal lagfæra það svo fljótt sem auðið er.

Leyfi hafnarstjórnar til að leggja skipi i 1ægi, er bundið því skilyrði, að ef skipið sekkur, láti eigandi þess taka það upp eða sprengja það í sundur, svo það skemmi ekki höfnina. Sé því ekki fullnægt innan tiltekins frests, getur hafnarstjórnin látið framkvæma verkið á kostnað eiganda.

24. gr.

Heimilt er að leggja skip í lægi á höfninni, þó það sé mannlaust, sé það svo þétt, að áliti hafnarvarðar, sem getur framkvæmt eða látið framkvæma á því rannsókn á kostnað eiganda, að ekki stafi af því nein hætta.

Á skipum þessum skal tendrað ljós samkvæmt reglum þeim, sem settar eru í alþjóðasjóferðareglum um skip, er liggja fyrir akkeri.

Áður en skipstjóri fer af skipinu skal hann skriflega tilkynna hafnarverði um umsjónarmann, búsettan í því lögsagnarumdæmi, sem höfnin er í, sem skal hafa umsjón skipsins á hendi og skal skipstjóri ganga úr skugga um að hafnarstjóri sé samþykkur útnefningu umsjónarmannsins. Hafnarnefnd getur krafist, ef henni finnst ástæða til, að umsjónarmaður hafi skipstjórnarréttindi og hafi búsetu það nálægt hafnarsvæðinu að auðvelt sé að ná til hans i tæka tíð, er færa þarf skipið, eða til annarra þeirra aðgerða, er skipið snertir.

Hafnarvörður beinir til umsjónarmanns öllum þeim fyrirskipunum er skipið varða, en umsjónarmaður annað hvort framkvæmir fyrirskipanir hafnarvarðar eða sér um að þær séu framkvæmdar. Verði dráttur á því skal hafnarvörður láta framkvæma verkið á kostnað skipseiganda.

VI. KAFLI UM FERMINGU OG AFFERMINGU ELDFIMRA VÖKVA OG SPRENGIEFNA

25. gr.

Skip, sem flytja eldfim efni svo sem steinolíu, gasolíu, bensin, anton, terpentínu eða aðra álíka eldfima vökva, sprengiefni, svo sem púður, dynami, geomit eða þess konar efni, mega ekki fara inn á höfnina fyrr en tilkynnt hefur verið um farm til hafnarvarðar og afferming leyfð undir eftirliti brunavarða, ef til þess þykir ástæða. Um útskipun á sams konar farmi gilda sömu varúðarreglur.

26. gr.

Skip, sem hafa meðferðis þau efni, sem nefnd eru í næstu grein hér á undan, skulu, er þau koma inn á höfnina með þess konar farm, hafa á framsiglutoppi alþjóðlegt merkjaflagg með bókstafnum "B", að degi til, en að næturlagi rautt ljós í þess stað. Merki skal hafa uppi svo lengi sem skipið er í höfn og um hættu getur verið að ræða. Skip, sem ekki hafa framsiglu, skulu þess í stað reisa a. m. k. þriggja metra háa stöng, sem flagginu eða ljósinu skal komið fyrir á.

VII. KAFLI UM GJÖLD TIL HAFNARINNAR

27. gr.

Öll skip skulu greiða hafnargjöld til hafnarsjóðs, er þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar.

Öll gjöld til hafnarinnar greiðast of brúttóstærð skipanna eins og hún er mest, meðan skipið hefur viðdvöl í höfninni. Hálf rúmlest telst sem heil, en minni hluta er sleppt. Undanþegin lestagjaldi og bryggjugjaldi eru herskip, íslensk vitaskip og varðskip.

Strandferðaskip, sem sigla eftir fastri áætlun, greiða hálft lestagjald en fullt bryggjugjald ef þau koma að bryggju. Sérstök gjaldskrá gildir fyrir íslensk fiskiskip allt að 400 rúmlestum.

28. gr. Lestagjöld.

Öll skip eða fleytur, hvort sem þau eru tóm eða hlaðin vörum eða seglfestu,

skulu greiða lestagjald. Skip yfir 400 brúttórúmlestir að stærð skulu greiða kr. 3.00 fyrir hverja brúttórúmlest í hvert sinn, er þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar, með þeim undantekningum, er áður getur. Lægsta gjald kr. 100.00.

Skip, sem leita til hafnar vegna sjóskaða eða skemmda á einhvern hátt, greiða ekki lestagjald, nema þau jafnframt fermi eða affermi einhverjar vörur.

Sama gildir og um skip, sem leita hafnarinnar til að rétta áttavita, setja á land sjúka menn eða látna.

29. gr. Bryggjugjöld.

Hvert skip, sem leggst við bryggju eða bólvirki, skal greiða bryggjugjald. Öll

skip, sem ekki falla undir 30. gr., skulu greiða gjaldið fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring, kr. 1.50 of hverri brúttólest, þó aldrei minna en kr. 100.00.

30. gr.

Hafnargjöld fyrir íslensk fiskiskip allt að 400 rúmlestir.

a. Opnir bátar greiði kr. 1000.00 á ári.

b. Fiskiskip, sem halda til í höfninni eða hafa uppsátur innan takmarka hafnarinnar, þrjá mánuði samfleytt á almanaksárinu, eða lengur, skulu greiða kr. 160.00 i lesta- og bryggjugjöld of hverri brúttórúmlest á ári.

(gjalddagi er 1. apríl eða eftir að skipið hefur verið Bert út frá höfninni í þrjá mánuði.

c. Önnur fiskiskip, seta hafa fasta viðlegu um skemmri tíma i höfninni greiði kr. 24.00 í lesta- og bryggjugjöld of hverri brúttórúmlest á mánuði.

d. Fiskiskip, sem ekki hafa fasta viðlegu í höfninni skulu greiða kr. 2.40 of hverri brúttórúmlest í lesta- og bryggjugjöld, fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring, sem þau dvelja í höfninni.

Þó greiðist þetta gjald ekki oftar en 10 sinnum á almanaksmánuði. Gjöld þau, er um getur i grein þessari skulu greidd hvort sem skipin liggja við bryggju eða bólvirki eða utan á bátum eða skipum.

31. gr. Hafnsögugjöld.

Öll erlend og innlend skip skulu skyld að greiða hafnsögugjald f hvert sinn, sem þau koma til hafnarinnar, ef þau nota hafnsögumann.

32. gr.

Hafnsögugjald skal greiða sem hér segir

a. Fyrir leiðsögn til hafnarinnar kr. 800.00 fyrir hvert skip, auk kr. 2.00 fyrir hverju brúttórúmlest.

b. Fyrir leiðsögn frá höfninni kr. 700.00 fyrir hvert skip, auk kr. 1.50 fyrir hverju brúttórúmlest.

c. Fyrir leiðsögn um höfnina kr. 400.00 fyrir hvort skip, auk kr. 1.00 fyrir hverju brúttórúmlest.

33. gr. Vörugjöld.

Vörugjald skal greiða of öllum vörum svo og skepnum, lifandi eða dauðum, sem skipað er út og upp á hafnarsvæðinu, með þeim undantekningum, er siðar getur.

34. gr.

Fyrir vörur, sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til umhleðslu og eiga því ekki að leggjast á land nema um stundarsakir, greiðist aðeins hálft gjald.

35. gr.

Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:

a. Vörur, sem lagðar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi og vörur, sem settar eru á land og eiga að fara aftur með sama skipi.

b. Olía, kol, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til notkunar, sem fluttar eru úr landi. Enn fremur salt og ís, sem flutt er úr landi í íslensk skip til eigin notkunar.

c. Umbúðir, sem endursendar eru, enda sé þess getið á farmskrá. d. Bréfapóstur og farangur ferðamanna.

36. gr.

Vörugjald skal reikna eftir máli eða þyngd með umbúðum. Brot tír gjaldeiningu, sem nemur helmingi eða meira, telst heil gjaldeining. Fara skal eftir farmskrá skipa við ákvörðun og útreikning vörugjalds. Skipstjóri er skyldur til að láta hafnarverði í té eftirrit of farmskrá skips síns. Sé engin farmskrá fyrir hendi, skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn, sem skip hans hefur fermt eða affermt. Þyki hafnarstjórn ástaeða til, getur hún hvenær sem er, látið ákveða vörumagnið á þann hátt, sem hún telur hentugast, svo sem vega afla á vog hafnarinnar gegn vigtargjaldi, sem hafnarnefnd ákveður. Reynist vörumagnið meira en upp var gefið, greiðir skipið kostnaðinn. Ef ýmsar vörtutegundir eru í sömu sendingu og beri farmskrá ekki með sér greinilega sundurliðun í tegundir, skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund, sem hæst vörugjald ber.

37. gr.

Vöru skal flokka til vörugjalds eftir því, sem greiða gjald, sem þar segir. Minnsta vörugjald skal í hvaða flokki skuli telja vöru, skal hafnarvörður hans má áfrýja til hafnarnefndar.

38. gr. Vörugjaldskrá.

Brottfluttar og aðfluttar vörur:

1.fl.: Gjald kr. 70.00/tonn:

vörugjaldskrá segir til um, og vera krónur l0.0Ð. Leiki vafi á skera úr um það, en úrskurði

a. Vara flutt í heilum skipsförmum eða lausu máli í miklu magni, meira en 100 tonn í farmi, t. d. bensín, brennsluolíur, kol, korn, salt, vikur.

b. Þungavarningur, sekkjavörur, óunnið járn og stál til iðnaðar eða mannvirkjagerðar, hráefni til iðnaðar, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir og iðnaðarvörur til útflutnings.

c. Útfluttar afurðir þ. m. t. sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir og iðnaðarvörur, unnar eða hálfunnar.

2. fl.: Gjald kr. 150.00/tonn:

a. Unnar iðnaðarvörur þ. m. t. ný lenduvörur, unnar vörur til bygginga, gólfdúkar, flísar, þilplötur, efni til pípulagna, pökkuð matvæli, niðursuðuvörur, fatnaður.

b. Allt ótalið annars staðar (eftir þyngri).

3. fl.: Gjald kr. 400.00/tonn:

a. Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra þ. m. t. heimilisvélar, landbúnaðar- og vinnuvélar, loft- og rafknúin tæki, skrifstofutæki, bifreiðar, bifhjól. reiðhjól, hjólbarðar, húsgögn, hljóðfæri, bátar, flugvélar, hreyflar, mælitæki.

b. Útvarps- og sjónvarpstæki, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur alls konar, vín, tóbak, ilmvötn, fegrunarvörur. Af flutningi vinnuvéla innanlands skal veita 50% afslátt. Af vörum undir staflið b. sé gjald kr. 800.00 á tonn, þegar um er að ræða flutning frá útlöndum.

4. fl.: Gjald kr. 40.00 rúmmeter: Timbur og annað eftir rúmmáli.

5. fl.: Gjald 1%:

Sjávarafli, lagður á land á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings. (gjaldið reiknast of heildarverðmæti aflans. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega, t. d. afrit of aflaskýrslu

til Fiskifélags Íslands. Aflagjald fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Kaupandi aflans innheimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs, þótt harm vanræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjaldsins eigi sjaldnar en mánaðarlega.

Lágmarksgjald of öllum flokkun er kr. 20.00.

39. gr.

Í'mis gjöld til hafnarinnar.

Allt vörumagn, sem um höfnina fer og ekki er á farmskrá skal vegið á vog hafnarinnar, enda fullnægi hún þeim lagaákvæðum, sem i gildi eru hverju sinni um mál og vog. Fyrir vigtun á vog hafnarinnar skal eigandi vörunnar greiða í hafnarsjóð vigtargjald, sem nemur kr. 2.00 of hverjum 100 kg.

40. gr.

Fyrir að leggja vörur, sem affermdar eru, á land hafnarinnar, skal greiða kr. 1.00 fyrir hvern fermetra of landi því, sem varan liggur á, fyrir hvern sólarhring talið frá öðrum degi eftir að affermingu er lokið. Sama gjald skal greiða fyrir vörur, sem fluttar eru á land hafnarinnar og fara eiga í skip.

41. gr.

Fyrir lóðir hafnarinnar, geymsluhús og önnur mannvirki, sem eru leigð einstökum mönnum eða félögum um lengri tíma, skal greiða gjald, sem ákveðið verður með samningi.

42. gr.

Fyrir vatn afhent við bryggju skal greiða:

a. Heimabátar og skip undir 12 lestum brúttó kr. 500.00 á ári, 12-50 brúttórúmlestir kr. 1 500.00 á ári. 50 brúttórúmlestir og yfir kr. 3 000.00. Gjalddagi er í apríl ár hvert.

b. Öll önnur skip og bátar skulu greiða fyrir vatn kr. 20.00 pr. tonn.

43. gr.

Önnur þjónusta, sent höfnin kann að láta skipum eða öðrum aðilum i té og ekki eru talin falla undir þau gjöld, sem hér eru að framan talin, skal greiða samkvæmt reikningi frá hafnarsjóði.

44. gr. Um innheimtu og greiðslu gjalda.

Hafnarstjóri sér um innheimtu hafnargjalda, og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar.

45. gr.

Skipstjóri, formaður eða eigandi ber ábyrgð á greiðslu hafnargjalda. Hafnarsjóður hefur haldsrétt í skipum, uns hafnargjöld eru greidd. Þegar gjalddagar eru ekki ákveðnir í reglugerð þessari, skal greiða gjöldin áður en skipið fer Burt úr höfninni.

46. gr.

Leigugjald fyrir lóðir og geymsluhús hafnarinnar skv. 40. og 41. gr. greiði móttakandi of vörum, sem fluttar eru úr húsum eða af 1óð hafnarinnar.

Ef margin eiga vörur með sama skipi, skal afgreiðslumaður skipsins standa hafnarskrifstofu skil á greiðslunni.

Ef skip eða bátur hefur ekki farm sinn skráðan, her skipstjóri, formaður eða eigandi ábyrgð á greiðslu vörugjaldsins.

Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað, greiðir sá vörugjaldið, sem affermir.

Vörugjald of vörum, sem koma til hafnarinnar, fellur í gjalddaga, þegar byrjað er að afferma skipið.

Vörugjald of vörum, sem fluttar eru frá bryggju eða bólvirki, fellur i gjalddaga, þegar vörurnar eru komnar á skip.

Hafnarsjóður hefur haldsrétt í vörunum eða andvirði þeirra, uns gjaldið er greitt.

47. gr.

Gjald fyrir að nota krana, sporbrautir eða önnur tæki og áhöld greiðir sá, sem semur við hafnarstjórn um afnotin.

48. gr.

Öll gjöld samkvæmt reglugerð þessari má taka lögtaki og hafa þau forgangsrétt sem önnur opinber gjöld sbr. 83. gr. b, tölulið 3, skiptalaganna. Auk þess eru skipagjöldin tryggð með lögveði í skipinu og gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum.

Skipagjöld teljast í reglugerð þessari öll þau gjöld, sem skipi ber að greiða til hafnarinnar, svo sem lestagjald, bryggjugjald og hafnsögugjald, svo og hvers konar aðstoð, sem skipinu er látin í té of hafnarinnar hálfu.

VIII. KAFLI ÝMIS ÁKVÆÐI

49. gr.

Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfninni, mannvirkjum hennar, tækjum og útbúnaði, fer eftir almennum reglum.

Ef samningum verður ekki við komið um skaðabætur, má ákveða þær of tveimur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, en gera skal það áður en einn mánuður er liðinn frá því er matsgerð er lokið. Yfirmat skal framkvæmt of þremur óvilhöllum, dómkvöddum mönnum. Kostnaðinn við yfirmat greiðir sá, sem krafðist yfirmats, ef það gengur ekki honum í vil. Að öðrum kosti greiðir hinn aðilinn kostnaðinn.

50. gr.

Engum, sem bakað hefur sér refsingu eða skaðabótaskyldu fyrir brot á reglugerð þessari, heimilast að fara Burt úr höfninni meðan má1 hans er óútkljáð, nema hann setji tryggingu, sem hafnarstjórn tekur gilda.

51. gr.

Hverja þá skipun, sem samkvæmt þessari reglugerð heimilast að gefa forráðamönnum skips, skal gefa stýrimanni ef skipstjóri er ekki á skipi, og eigi heldur umboðsmaður hans skv. 11. gr. Ef stýrimaður er fjarverandi, má gefa einhverjum öðrum of skipshöfninni skipunina og er það jafngilt því, sem skipstjóri hefði fengið skipunina sjálfur.

52. gr.

Allir, sem æskja afgreiðslu fyrir skip, láns á tækjum eða aðstoðar á einn eða annan hátt hjá höfninni, skulu snúa sér til hafnarstjóra eða hafnarvarðar með beiðni þar að lútandi. Heimilt er hafnarstjóra að neita þeim aðilum um aðstoð eða afgreiðslu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafnarinnar.

53. gr.

Enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá lögreglustjóra, nema harm sanni með vottorði hafnargjaldkera, að harm hafi greitt gjöld þau, er honum ber að greiða, samkvæmt reglugerð þessari. Sama gildir um sektir og skaðabætur, ef um þær er að ræða.

54. gr.

Innan hafnar má ekki sigla skipum hraðar en sem svarar 4 mílum á klst. nema sérstaklega standi á.

55. gr.

Meðfram strandlengju hafnarsvæðisins má ekki gera nein mannvirki, nema fyrir liggi umsögn hafnarnefndar þar að lútandi.

56. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, allt að kr. 100 000.00 nema þyngri refsing liggi við samkvæmt almennum lögum.

Sektirnar renna í hafnarsjóð.

57. gr.

Með má1 út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra máli.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum nr. 45 24. apríl 1973, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. jafnframt er úr gildi fallin hafnarreglugerð fyrir Drangsneshöfn, nr. 65, 10. maí 1949, með síðari breytingum.

Samgönguráðuneytið, 21. júní 1974.

Magnús T. Ólafsson.

Kristinn Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.