Utanríkisráðuneyti

195/2021

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Guineu, nr. 277/2015, með síðari breytingum.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 2. gr. reglugerðarinnar, í réttri númeraröð:

  1.5 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2018/1611 frá 25. október 2018 um breytingu á ákvörðun 2010/638/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðveldinu Guineu, sbr. fylgiskjal 1.5.
  1.6 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2019/1790 frá 24. október 2019 um breytingu á ákvörðun 2010/638/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðveldinu Guineu, sbr. fylgiskjal 1.6.
  1.7 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2020/1556 frá 23. október 2020 um breytingu á ákvörðun 2010/638/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Lýðveldinu Guineu, sbr. fylgiskjal 1.7.
  2.3 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2018/1604 frá 25. október 2018 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 1284/2009 um vissar þvingunaraðgerðir varðandi Lýðveldið Guineu, sbr. fylgiskjal 2.3.
  2.4 Reglugerð ráðsins (ESB) 2019/1778 frá 24. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1284/2009 um vissar þvingunaraðgerðir varðandi Lýðveldið Guineu, sbr. fylgiskjal 2.4.

2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þving­unaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, eftir því sem við á. Síðari breytingar og upp­færslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vefjum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um fram­kvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008.

 

2. gr.

Gildístaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

 

Utanríkisráðuneytinu, 5. febrúar 2021.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica