Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

193/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Sjóðshappdrætti Háskóla Íslands, nr. 410 20. ágúst 1991.

1. gr.

c-liður 1.mgr. 10. gr., sbr. Reglugerð nr. 139 22. apríl 1992, orðist svo:

c.  Þeir sem hljóta vinning vegna útdreginna tveggja tölustafa númera skipta á milli sín 20% vinningsfjórhæðarinnar.  Skulu dregin út fjögur tveggja tölustafa númer óháð hvert öðru.  Komi sama númer upp oftar en einu sinni hlýtur handhafi þess vinningshlut í samræmi við það.

 

2.gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13 13. apríl 1973, sbr. lög nr. 23 5. maí 1986, öðlast þegar gildi.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 27. maí 1992.

 

Þorsteinn Pálson.

Ólafur W. Stefánsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica