Fjármálaráðuneyti

612/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 564/1989, um undanþágu á virðisaukaskatti vegna góðgerðarstarfsemi. - Brottfallin

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 564/1989, um undanþágu á virðisaukaskatti vegna góðgerðarstarfsemi.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

a. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verður 2. málsl. og orðast svo: Skilyrði fyrir undanþágu er að aðili hafi ekki að öðru leyti með höndum skattskylda starfsemi en kveðið er á um í 2. gr.

b. 2. mgr. orðast svo: Til líknarmála í skilningi reglugerðar þessarar telst öll viðurkennd líknarstarfsemi, sbr. c-lið 16. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.

2. gr

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. 4. málsl. 1. tölul. orðast svo: Skilyrði er að fjárhagsleg áhætta og ábyrgð á starfsemi hvíli á viðkomandi aðila.

b. Í 2. málsl. 2. tölul. falla brott orðin "að aðili hafi að öðru leyti ekki með höndum skattskylda starfsemi og".

c. Við greinina bætist nýr töluliður er verður 3. tölul. og orðast svo: Sala nytjamarkaða á notuðum munum sem söluaðili hefur fengið án endurgjalds og/eða safnað er á sorpeyðingarstöðvum. Undanþága samkvæmt þessum tölulið tekur ekki til launaðrar eigin vinnu. Til skattverðs skal í slíkum tilfellum telja bein laun og annan beinan kostnað auk álags vegna launatengdra gjalda og annars sameiginlegs kostnaðar samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytið, 1. desember 1995.
F. h. r.
Guðrún Ásta Sigurðardóttir.
Hermann Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica