Fjármálaráðuneyti

64/1999

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 7/1998, um greiðslu vaxtabóta. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 7/1998, um greiðslu vaxtabóta.

1. gr.

                Í stað fjárhæðanna _411.209", _539.830" og _688.450" í 9. gr. reglugerðarinnar komi: 421.489, 553.326 og 685.161.

2. gr.

                Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

a.             Í stað fjárhæðanna _3.092.937", _4.948.699", _5.127.077" og _8.203.323" komi: 3.170.260, 5.072.416, 5.255.254 og 8.408.406.

b.             Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:

                Vaxtabætur manns á því ári sem hann aflar sér íbúðarhúsnæðis og hefur ekki fengið vaxtabætur árið áður reiknast frá og með þeim ársfjórðungi sem fyrsta fasteignaveðlán vegna íbúðarkaupanna er tekið. Skal hámark vaxtagjalda sbr. 9. gr., tekjuskattsstofn samkvæmt þessari grein og hámark vaxtabóta sbr. 11. gr. ákveðið hlutfallslega miðað við upphafstíma láns. Tekjur fyrir þann tíma ársins sem liðinn er og fram að lántöku skerða ekki rétt til vaxtabóta.

3. gr.

                Í stað fjárhæðanna _140.903", _181.212", _233.015" og _520" í 11. gr. reglugerðarinnar komi: 144.426, 185.742, 238.840 og 533

4. gr.

                Á eftir 13. tölulið 13. gr. reglugerðarinnar kemur nýr töluliður svohljóðandi:

                Gjaldfallnar afborganir og vextir af lánum Íbúðalánasjóðs.

5. gr.

                Á eftir 13. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar greinar sem verða 14. og 15. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi:

a.             14. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Fyrirframgreiðsla vaxtabóta.

                Þeir sem festa kaup á íbúð til eigin nota á árinu 1999 og síðar, eiga rétt á fyrirframgreiðslu vaxtabóta.

                Áætlaðar vaxtabætur skulu greiddar út fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs samkvæmt þessari grein. Vaxtabætur fyrir tímabilið janúar, febrúar og mars skal greiða út 1. ágúst á tekjuárinu. Vaxtabætur fyrir tímabilið apríl, maí og júní greiðast út 1. nóvember. Vaxtabætur fyrir tímabilið júlí, ágúst og september skal greiða út 1. febrúar næsta ár á eftir tekjuárinu og vaxtabætur fyrir tímabilið október, nóvember og desember greiðast út 1. maí.

                Við álagningu opinberra gjalda að tekjuári liðnu skal fara fram endanleg ákvörðun á vaxtabótum vegna tekjuársins.

                Áætlaðar vaxtabætur skal miða við gjaldfallna og greidda vexti hvers ársfjórðungs af þeim veðlánum sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis, þó ekki meira en fjórðung af hámarki vaxtagjalda skv. 9. gr., þ.e. 105.372 kr. hjá einstaklingi, 138.332 kr. hjá einstæðu foreldri, 171.290 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun.

                Frádrátt frá vaxtagjöldum hvers ársfjórðungs, sbr. 4. mgr. skal miða við fjórðung af staðgreiðsluskyldum tekjum síðustu 12 mánaða á undan honum að viðbættum þeim tekjum utan staðgreiðslu sem fram koma á skattframtali fyrra árs. Fyrirframgreiddar vaxtabætur fyrir hvern ársfjórðung skulu eigi vera hærri en fjórðungur af hámarki vaxtabóta sbr. 11. gr. þ.e. 36.107 kr. fyrir einstakling, 46.436 kr. fyrir einstætt foreldri, 59.710 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk sem uppfyllir skilyrði fyrir samsköttun.

                Sá sem rétt kann að eiga til fyrirframgreiðslu vaxtabóta á því ári sem hann aflar sér íbúðarhúsnæðis skal sækja um fyrirframgreiðsluna og leggja fram tilskildar upplýsingar.

b.             15. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Upplýsingaskylda lánastofnana o.fl.

                Lánastofnanir, lífeyrissjóðir og aðrir aðilar sem veita lán til íbúðarkaupa gegn veði í fasteign skulu veita skattyfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar til að ákvarða fyrirframgreiðslu vaxtabóta.

6. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er með heimild í A-lið 69. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum öðlast þegar gildi. Ákvæði b-liðar 2. gr. og 5. gr. koma til framkvæmda við útborgun vaxtabóta vegna ársfjórðungs er hefst 1. janúar 1999.

                Við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2000 vegna tekna á árinu 1999 og eigna í lok þess árs og við álagningu á árinu 2001 vegna tekna á árinu 2000 og eigna í lok þess árs skulu fjárhæðir samkvæmt reglugerð þessari hækka um 2,5% sbr. f-lið í ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 65/1997, um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Fjármálaráðuneytinu, 11. janúar 1999.

F. h. r.

Árni Kolbeinsson.

Ragnheiður Snorradóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica