Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

189/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð, nr. 1040/2016, um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á II. viðauka, um eiginleika úrgangs sem gera hann hættulegan:

  1. Á eftir "HP 14 "Visteitruð efni": úrgangur sem hefur eða kann að hafa áhættu í för með sér fyrir eitt eða fleiri umhverfissvið, tafarlaust eða síðar" kemur:

    - Úrgangur sem inniheldur efni sem er flokkað sem ósoneyðandi og fær hættusetningu H420 í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 (*) og styrkur slíks efnis er jafn eða yfir styrkleikamörkunum 0,1%.
    [c(H420) ≥ 0,1%]
    - Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með bráð eiturhrif og fá hættusetningu H400 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks þeirra efna er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% skal gilda um slík efni.
    [Σ c (H400) ≥ 25%]
    - Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1., 2. eða 3. undirflokki og fá hættusetningu eða hættusetningar H410, H411 eða H412 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1. undirflokki (H410) margfaldað með 100 og bætt við summu styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 2. undirflokki (H411) margfaldað með 10 og bætt við summu styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 3. undirflokki (H412) er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H410 og þröskuldsgildið 1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H411 eða H412.
    [100 × Σc (H410) + 10 × Σc (H411) + Σc (H412) ≥ 25%]
    - Úrgangur sem inniheldur eitt eða fleiri efni sem eru flokkuð sem efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif í 1., 2., 3. eða 4. undirflokki og fá hættusetningu eða hættusetningar H410, H411, H412 eða H413 í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og summa styrks allra efna sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi með langvinn eiturhrif er jöfn eða yfir styrkleikamörkunum 25%. Þröskuldsgildi sem nemur 0,1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H410 og þröskuldsgildið 1% gildir um efni sem eru flokkuð sem H411, H412 eða H413.
    [Σ c H410 + Σ c H411 + Σ c H412 + Σ c H413 ≥ 25%]
    Þar sem: Σ = summa og c = styrkur efnanna.

    ____________
    (*) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1).

  2. Athugasemdin í næstsíðustu málsgrein fellur brott.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í a. lið 43. gr. laga um nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, tekur þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. febrúar 2018.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.