Félagsmálaráðuneyti

189/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 2/1999 um útgáfu húsbréfa á árunum 1999, 2000 og 2001 fyrir Íbúðalánasjóð, sbr. reglugerð nr. 607/1999, 115/2000, 651/2000 og 884/2000. - Brottfallin

189/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 2/1999 um útgáfu húsbréfa á árunum
1999, 2000 og 2001 fyrir Íbúðalánasjóð, sbr. reglugerð
nr. 607/1999, 115/2000, 651/2000 og 884/2000.

1. gr.

3. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingu, orðast svo:
Húsbréfaflokkunum skal lokað eigi síðar en 1. september 2001.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 24. gr. og 29. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 8. mars 2001.

F. h. r.
Ingi Valur Jóhannsson.
Óskar Páll Óskarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica