Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

188/2016

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast níu nýir töluliðir, 33., 34., 35., 36., 37., 38., 39., 40. og 41. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/908 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Kanada í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sam­bands­ins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við alvar­lega fuglainflúensu.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1220 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Bandaríkin í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sam­bandsins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við alvar­lega fuglainflúensu í kjölfar nýlegra uppkoma í ríkjunum Indiana og Nebraska.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1349 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Suður-Afríku í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sambandsins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við alvarlega fuglainflúensu.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1363 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Bandaríkin í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sam­bandsins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við upp­komu alvarlegrar fuglainflúensu í því landi.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1884 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færslurnar fyrir Kanada og Banda­ríkin í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er inn­flutn­ingur til Sambandsins eða umflutningur um Sambandið á alifuglum og alifugla­afurðum í tengslum við uppkomu alvarlegrar fuglainflúensu í þeim löndum.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2258 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar innflutning og umflutning á stökum sendingum með færri en 20 einingum af alifuglum öðrum en strútfuglum, útungunareggjum þeirra og dagsgömlum ungum.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/15 um samþykki fyrir varnar­áætlun Makedóníu (fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu) vegna salmonellu í varphænum og um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Makedóníu (fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu) í skránni yfir þriðju lönd þaðan sem leyfður er aðflutningur á neyslueggjum til Sambandsins.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/39 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Mexíkó í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sam­bands­ins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við alvar­lega fuglainflúensu.
  9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/148 um breytingu á I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 798/2008 að því er varðar færsluna fyrir Bandaríkin í skránni yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf þaðan sem leyfður er innflutningur til Sam­bands­ins eða umflutningur um Sambandið á tilteknum alifuglavörum í tengslum við alvar­lega fuglainflúensu af undirgerð H7N8.

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðir framkvæmdastjórnarinnar, sem taldar eru upp í 1. gr., eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 12. febrúar 2016.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Eggert Ólafsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica